17.6.2009 | 16:05
ég kvitta fyrir orðum Magnúsar Þorkells
Magnús Þorkel Bernharðsson er sennilega einn af mestu sérfræðingum miðausturlanda sem einhver vestræn þjóð hefur alið af sér. hann er jú í margra góðra manna hópi.
samskipti vesturlanda og miðausturlanda væru ekki eins og þau eru í dag ef sérfræðingar hefðu verið meira viðriðnir ákvarðatökur fyrri stjórna.
sér í lagi hefði Bush karlin þurft að horfa lengra en nefið á sér.
ég vill benda öllum íslendingum á bók sem Magnús gaf út hér á landi fyrir nokkrum árum. en hún útskýrir íran og írak fyrir okkur vesturlandabúum, hvernig þessar þjóðir hugsa í raun og hvernig menning þessarra þjóða elur upp annan hugsunargang en hjá okkur.
það væri hræsni hjá mér að véfengja orð manns sem hefur slíka yfirborðsmiklan skilning á ástandinu þarna.
bókin heitir píslavottar nútímans.
![]() |
Sviðsettir stuðningsfundir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2009 | 13:20
á þetta að vera frétt eða....
hljóðupptökur af bin laden og fullt af öðrum ofstækismönnum sem vilja koma skilaboðum til sinna stuðningsmanna, eru daglegur viðburður. þær stofnanir í bandaríkjunum sem sérhæfa sig í slíkri eftirgrenslan hafa vart undan. það þarf ekki annað en að kynna sér málið til að sjá það. um er að ræða hljóðupptökur, vídeo upptökur en internetið er náttúrulega lang vinsælastar.
þess vegna sé ég ekki að þetta sé eitthvað fréttnæmt. svo er náttúrulega gott og hollt að reina að forðast þá þjóðsögu að bin laden sé eitthvað hættulegri heldur en einhver annar af þessum ofstækisfullu trúarkreddu gaurum. heilaþvottur er alltaf slæmur hvaðan sem hann kemur.
kannski er einhver gúrkutíð í þessari blessaðri hryðjuverkaógnun. sem gæti vel verið þar sem ég minnist þess ekki í einhvern tíma að hafa heirt af hættunni á hryðjuverkaógnuninni í einhvern tíma. kannski hef ég bara ekki flett rétta blaðinu á réttum tíma til að sjá þennan áróður.....hver veit?
![]() |
Bin Laden lætur í sér heyra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 10:21
í United hafa alltaf verið sigurvegarar
þar sem þessi leikmaður getur ekki tryggt okkur titla og framkvæma svona hörmulega framistöðu í sjálfum úrslitaleiknum set ég stórt spurningarmerki hvort við þurfum að hafa þennan sirkus leikmann hjá okkur.
ég set einnig spurningarmerki með rooney, berbatov, tevez. ef þeir skila ekki titlum hver er þá tilgangurinn að hafa þá í united. united eru sigurvegarar, ekki svona áhugamenn sem mættu til leiks í róm í gær.
![]() |
Framtíð Ronaldo hjá United enn og aftur í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 21:18
United liðið er ekki sigurvegari
til að vera sigurvegari þarft þú að vinna svona leiki. ég set stórt spurningarmerki við Ronaldo, Berbatov, Tevez og Rooney. þessir menn eru á hátindi ferils síns og þeir tapa.
Man Utd. er einfaldlega þannig lið að annð hvort ertu sigurvegari eða þú getur farið. þessir menn sem spiluðu þennan leik eiga eftir að spyrja sig þegar þeir eru hættir að spila, hefði ég getað gert betur. sérstaklega þar sem engin af þeim á eftir að spila annan úrslitaleik aftur. þetta hlítur að sverta feril þessara manna. kannski af því þeir eru ekki nægilegir sigurvegarar eða kannski af því að þeir vanmátu Barca.
ég er sjálfur Man. Utd. maður og þess vegna hata ég loosera. en united hefðu alveg getað gefið leikin á móti arsenal best það var ekki meiri töggur í liðinu. arsenal hefði þó gert tilraun, hvernig sem hún hefði endað.
barca vinnur leikin á því hversu lélegir united voru, og hversu illa tilbúnir þeir voru í svona stóran leik. united er náttúrulega miklu meira knattspyrnulið, í staðin fyrir barca sem geta lítið annað en að halda boltanum eins og snilliingar og sækja upp miðjuna. united getur þó allavega varist og sótt upp kantana.
til hvers að hafa þessi stóru nöfn í united ef þeir skila ekki titlum. á old trafford er dagskipunin titill. ef þú skilar því ekki, áttu ekki heima þar.
þetta er engin geymvísindi, búið að vera við lýði lengi.
![]() |
Barcelona Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 18:04
nokkrar staðreindir...
það er búið að vera mjög svo óumdeilanlegar sannanir fyrir því hjá fólki sem kallast sérfræðingar um þessi mál, að pakistanska leiniþjónustan sé búin að halda hlífiskyldi yfir rótækum islamistum í norð austur héruðum pakistans. talibanar eru þar á meðal enda afsprengi leiniþjónustu pakistans (ISI).
einnig má benda á að islamistar tengdir al-qaeda hugsunarhættinum eru taldir hafa notið stuðning og verndar ISI allt frá því Zia var þar til valda. svo má náttúrulega benda á það að bandaríkin hafa stutt lengi og vel við pakistana, en samt virðist ekkert mál vera gert úr því. það er eins og engum detti í hug að hugsanlega vildu CIA/Bush stjórnin ekki að bin laden dæji eða að algjör uppræting al-qaeda yrði staðreind.
því hvernig ættu þeir þá að hafa getað haldið til streitu þeim áróðri sem "War on terror" var. þegur þú rekur slíka stefnu þarftu að hafa einhverja grílu. svo skemmir ekki fyrir þegar þú hefur vestrænu fjölmiðla elítuna í vasanum, og stjórnar þessum allskyns rugl fréttum um hversu hættulegt al-qaeda sé og bin laden sé versti maður í heimi (er reindar ekki sá besti, en margir verri).
þess vegna vitna vestrænu sjónvarpsstöðvarnar svo sjaldan til sérfræðinga um málefnin sem þeir fjalla um, því yfirleitt stangast þeirra skoðanir á við skoðanir stjórnvalda. og við vitum öll að ekkert er æðra en stjórnvöld Bandaríkjanna, því miður.
![]() |
Samskipti Bandaríkjanna og Pakistan í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 22:44
áróður
bandaríkin hafa aldrei fyrirgefið sómölum það að hafa verið hraktir þar burt. þá voru stríðsherrarnir "warlords" þeirra helstu andstæðingar. þeir fóru illa með völd sín og illa með fólkið í sómalíu.
þegar svo islamista flokkur verður þetta öflugur, vel studdur með erlendu fé og vopnum, er eins og usa vakni upp af vondum draumi. hvað gera þeir....jú, þeir snúa við blaðinu og styðja stríðsherrana eins og þeir hafi aldrei gert annað. því næst tengja þeir islamistana í sómalíu við al-Qaeda til að réttlæta stuðning sinn við þessa villimenn.
megin þemað sem tengt er við þessa frétt, er sú að viðhalda löndum þar sem hægt er að halda uppi sem áróðri tengdum al-qaeda.
þegar allt kemur til alls, þá eru til fjöldi allur af islamista hreifingum út um hin víða heim múslima. þessir íslamistar eru ekki á neinn hátt tengdir al-qaeda. það eina sem tengir þá við al-qaeda er viðleitnin, að líta upp til manna sem vestrænir fjölmiðlar hafa hampað síðustu ár fyrir að vera hinn mikkli óvinur.
![]() |
Bin Laden hvetur til uppreisnar gegn forseta Sómalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 17:40
sértrúarsöfnuður.....
það er sorglegt að vita til þess að til sé slík stofnun sem páfadæmið sé í miðju nútíma samfélagi vesturlandanna.
að fólk sé að dæma og fordæma islamista og öfgatrú í múslimaheiminum og vera svo með þetta úrelta apparat í formi imam/páfa í bakgarðinum. þetta hlítur að segja okkur eitthvað um tvískynjung í máli þeirra sem fara hamförum yfir múslimaheiminum.....eða bíddu við, jú alveg rétt....þeir sem fara hamförum yfir því hvað sé að gerast í múslimaheiminum eru auðvitað þeir sem eru hvað trúaðastir og líta á biblíuna sem hinn heilaga sannleik.
það er alltaf jafn fyndið að rifja upp þegar páfa-apparatið barðist fyrir því að jörðin væri flöt hér fyrir nokkrum hundruð árum. þetta mál verður annað eins hláturefni loksins þegar þeir viðurkenna þarfir fólks.
![]() |
Frakkar gagnrýna ummæli Benedikts páfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 12:29
flott skáldsaga
þessi frétt ber með sér öll einkenni góðrar afþreingar í skáldsagnaformi. verst að hún er ekki einu sinni byggð á rökum.
![]() |
Varað við hryðjuverkaárás í Tyrklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 22:44
plús í kladdan fyrir mbl.is
ánægjulegt að lesa grein hérna á mbl.is um hryðjuverkin í bandaríkjunum án þess að lesa al-qaeda í öðru hverju orði. kannski eru blaðamenn mbl.is farnir að átta sig á því að al-qaeda eða bin laden áttu ekkert með þetta að gera frekar en eitthvað annað sem vestrænir fjölmiðlar gefa þeim sakir fyrir.
það hefur nefnilega verið staðreind í mörg mörg ár að fjöldi hryðjuverkasamtaka í heiminum flakkar á fjórða til sjötta tugnum. lang flest eru þau í stríði við heimsvalda stefnu bandaríkjanna og vestrænna þjóða.
fyrir þessa menn að verða dæmdir fyrir tilræðið (burt séð frá því hvort þeir gerðu það eður ey), þá verða þeir gerðir að píslarvottum innan þess hóps sem telst til öfgasinnaðra.
það er jafn kjánalegt að láta bandaríkin rannsaka 9/11 eins og að láta refin rannsaka hænsnabúrið sem hann hefur sjálfur ráðist á.
verandi búin að hrósa mbl.is fyrir þessa frétt, vill ég samt sem áður minna blaðamenn þarna á að gæta hlutleysis. það er ekki hlutleisi í frásögn ef þú lest seinni helming af greininni. þar er vestræna/usa áróðursmaskínan í fullum gangi. ég er ekki að segja að það sé verið að fara með rangt mál, heldur það að til þess að frétt verði marktæk í augum fólks þarf hún að gæta hlutleysis. einnig að fjalla um báðar hliðar þessa máls.
þetta er einn af alvarlegustu vankönntum fréttamanna á íslandi. það er að skrifa greinar sem lesandinn sjálfur getur tekið ákvörðun um eftir að hafa lesið greinina. þetta á ekki að vera þannig að lesandin sjái ljósið þegar hann er komin í fjórðu fimmtu línu. það kallast áróður.
eitthvað til að hugsa um......
![]() |
Ásakanir um hryðjuverk eru heiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 19:03
það sem vantar í þessa frétt...
það sem vantar í þessa frétt er eftirfarandi:
áður en bretarnir vildu fá Andrej Lugovoj framseldan hafði mi6 leiniþjónusta bretana gert tilraun til að fá hann í sínar raðir. alveg eins og þeim tókst með litvinenko á sínum tíma. einnig sagði Lugavoj að hann vissi um að Litvinenko væri ekki vel liðin innan mi6 sökum þess að hann var alltaf að flétta ofan málum sem yfirmenn hans vildu ekki, alveg eins og yfirmenn í fsb vildu ekki að hann væri að fletta ofan af viðkvæmum málum í rússlandi.
ágiskun Lugovoj sem hann sendi frá sér í fjölmiðlum í rússlandi á tímum ofsókna bretanna var sú að litvinenko hefði einhverjar upplýsingar undir höndunum sem háu herrarnir í mi6 vildu ekki að uppgvötuðust. þess vegna hafi mi6 myrt hann og látið líta út fyrir að rússneska öryggislögreglan hefði myrt hann.
Lugovoj sagðist líka vita hver þessi mál væru. en hann vildi ekki gefa þau upp. ég hef ekki séð viðtal við þennan mann eftir þetta.
svo er hér ein tillaga til blaðamanna mbl.is endilega fjalla um báðar hliðar málanna. ekki bara þá sem snýr vestrinu í hag.
![]() |
Í stríði við stjórnvöld í Kreml |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |