2.5.2010 | 20:15
kjánaleg frétt, en smá upplýsingar fyrir þá sem vilja vita betur.
fyrir það fyrsta er mjög svo kjánlegt að setja "Pakistanar segjast bera ábyrgð á sprengju" í hausin á fréttinni. kannski halda þeir á mbl.is að allir pakistanar séu talibanar...allavega hafa þeir ekki meiri skilning á málefnum pakistans né á talibönum að manni gæti leifst að halda svo. sérstaklega ef maður rýnir í frétt eins og þessa.
ég er orðin hundleiður og yfirleitt hættur að nenna að elta uppi svona fréttamennsku. en ég varð að kommenta á hausin á fréttinni sem mér finnst mjög svo óviðeigandi og móðgandi í garð fólksins sem býr í þessu landi.
en svo við förum yfir stöðuna í stuttu máli, þá eru hermenn talibana og þeir uppreisnarhópar sem tilheira þeim á landamærum pakistans og afganistans. þeir berjast við nato og usa hermenn því þeir líta á þá sem innrásarher og finnst vestræn menning viðbjóður. talibanar og aðrir uppreisnarhópar/hryðjuverkahópar á þessu svæði sem skýla sér á bakvið ISI pakistönsku leiniþjónustuna, hafa verið að sprengja sjálfa sig upp á hinum og þessum stöðum í afganistan og pakistan. sérstaklega síðasta árið.
en að halda því fram að þeir séu að dandalast í new york og að koma fyrir sprengjum hér og þar er náttúrulega fásinna. þessir menn gætu ekki flogið til bandaríkjanna hvað þá smyglað ópíum þangað, nema með aðstoð. í gegnum áratugina hafa ýmsir flokkar tengdir hryðjuverkum notið góðs af aðstoð CIA til að komast inn og út úr bandaríkjunum "óséðir".
það sem er þyrnir í augum CIA, pentagon og hersins er sú þróun sem orðið hefur á hryðjuverkahópum síðustu árin. hófst eftir innrás usa í afganistan. hryðjuverkahópar spretta upp hvar sem er í heimininum og notast við áróður al-Qaeda stofnunarinnar. al-Qaeda er ekkert nema hugsjónarbanki fyrir hryðjuverkamenn um allan heim. slíkir hópar fárra manna hafa verið að valda miklu meiri áhyggjum á vesturlöndum heldur en einhver þjóðsaga um bin laden og þetta blessaða al-qaeda. hryðjuverk hafa aldrei verið framin af al-qaeda og munu aldrei verða framin af einhverju al-qaeda. þau eru oftast framin af litlum hópi fólks sem býr í viðkomandi landi og hefur látið heilaþvo sig af prestum öfgafullra islamistahópa sem teljast til mörg þúsunda.
það er miklu líklegra og í raun eina skýringin á fundi þessara sprengju í new york, að þeir sem komu henni fyrir búi þarna á svæðinu. þannig eru hryðjuverk dagsins í dag framin. ótti bandaríkjanna við því að hryðjuverk fólks sem býr í löndunum eiðileggur þessa þjóðsögu um bin laden og al-qaeda. og um leið fellur "war on terror" um sig sjálft. til hvers að heyja stríð í öðrum löndum til að hindra hryðjuverk í þínu landi, þegar landar þínir (reinar af erlendu bergi brotni) eru líklegri en þetta stóra al-qaeda fjölmiðla-sirkús til að fremja hryðjuverk.
svo reindar getur líka verið að þetta sé heimatilbúið af hálfu stjórnvalda (CIA) til að viðhalda þessum blessaða ótta okkar fyrir al-qaeda og bin laden og talibönum (hljómar fyndið núna þegar þú ert búinn að lesa það sem hér stendur að ofan). þeir áttuðu sig nefnilega á því eftir 9/11 að það er ekki eins létt að blekkja fólk í dag og var hér á árum áður. þar hefur internetið komið að góðum notum. svo eftir að hafa ráðist inn í írak og afganistan og sært peningabyrgðir landsins verulega. það er því ódýrara að viðhalda ótta fólks með því að hóta reglulega óbeint árás á kjarnorkuveldið Íran eða að þykjast uppræta sprengju hér og þar með reglulegu millibili.
góðar stundir
Pakistanar segjast bera ábyrgð á sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.