22.1.2007 | 10:55
raunverulegu ástæður fyrir innrásinni í Írak árið 2003
í þessari grein ætla ég að einblína á að útskýra ástæðu innrásarinnar og hversvegna innrásin þróaðist á þann hátt sem varð.
Sagnfræðinga í dag og næstu áratugi bíður heljarmikil vinna við það að skýra út í sínum ritum, um innrásina í Írak. ástæður innrásarinnar og aðdragandi innrásarninnar á eftir að vefjast fyrir mörgum í framtíðinni, ekki síður fyrir okkur sem erum að lifa þennan atburð.
innrásin í Írak var réttlætt með því að Saddam ætti gereyðingarvopn og hann styddi hryðjuverkamenn, eins og t.d. bin laden. það er löngu búið að afsanna þessar báðar ástæður fyrir innrásinni. Saddam átti jú gereyðingarvopn. hann var bara búinn að nota þau á Kúrda í norður héruðum Íraks, sem og hann var búinn að nota þau í Íran. Á meðan hann stóð í hernaði gegn Írönum á árunum 1980 - 1988. og sú vitneskja sem virðist ekki vera á margra vitorði, enda lítt fjallað um það í venjulegum fjölmiðlum. en það er hvar Saddam fékk eiturefna vopnin sín. það voru Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar sem sáu um að útvega Írökum efnavopn meðan bardagar stóðu sem hæðst milli Íraka og Írana á níunda áratugnum. ef Írakar hafa átt eitthvað eftir af efnavopnum sínum eftir stríðið við Írani, og ég tala nú ekki um eftir fyrra flóastríðið. að þá var það fyrir löngu orðið ónýtt. svona efnavopn geymast ekki nema í örfá ár. þannig að ef svo ólíklega skyldi vera að Saddam hefði átt efnavopn árið 2003, að þá hefðu þau ekki gert neinum mein. enda orðin ónýt. eftir á að hyggja, er gaman að rifja það upp hvernig haukarnir í Washington rembdust eins og rjúpan á staurnu við að sannfæra evrópumenn um hversu mikil hætta steðjaði af Írökum. það var ýmislegt reint, eins og fólk getur lesið um mál Valeri Plame og skrifstofustjóra Dick Cheeny, riffilskyttunar miklu, og vara forseta Bandaríkjana.
svo er það stuðningur Íraka við hryðjuverkamenn. jú þeir studdu hryðjuverkamen hér áður fyrr. einmitt þegar Bandaríkjamenn studdu Íraka með vopnasölu og síðarmeir efnavopnasölu. sá stuðningur var eingöngu fjármagn til hina ýmsu hópa í Palestínu, eins og nánast öll olíu ríkin á Persaflóasvæðinu studdu, og það mun meira heldur en Írak. írakar leifðu einnig hryðujuverkamönnum sem ekki aðhyltust bókstafstrú, að leita sér skjóls í Írak. en bókstafstrúarmenn og samtök þeirra, svokallaðir Íslamistar. það var eitthvað sem stjórn Saddam gat með engu móti sætt sig við. enda hefðu slík samtök grafið undan stjórn hans með því að virkja fólk til athafna með trúnna að leiðarljósi. hvort sem um er að ræða hryðjuverk eða samtök sem stuðla að breittum innviði samfélagsins. íslamistar þurfa ekki endilega að vera hryðjuverkamenn. íslamistar er notað um hópa fólks sem hefur trúnna að leiðarljósi. hvort sem um er að ræða í pólitík, viðskiptum, góðgerðarmálum eða hryðjuverkum. eins réttlátt og það er, er öllum þessum hópum smalað undir hatt íslamista. samtök osama bin laden hefðu því aldrei fengið frið til að skjóta rótum í Írak. enda er al-qaeda samtökin ekki þannig samtök að þau skjóti rótum í hinu og þessu landi og vinni heimamenn á sitt band, einungis með ostækisfullum trúarjátningum. al-qaeda er net hryðjuverkamanna, og hefur alla tíð verið. þeir gerðu örfáar hryðjuverka árásir fyrir 2001 sem vitað er með vissu um að þeir hafi séð um. þau voru öll í Afríku. sendiráð Bandaríkjanna í Nairobi í Kenýa og ein eða tvær sprengingar í viðbót.
al-qaeda er eins og lýst er á enskunni "al-qaeda hardcore". net hryðjuverkamanna um allan heim sem sér um að ráðleggja öðrum hryðjuverkahópum um hvernig eigi að standa að hryðjuverkum. eftir að bin laden hélt til Afganistan um 1996 hófst hann handa við að stofna æfingarbúðir fyrir hryðjuverkamenn úr röðum múslima um allan heim. og það merkilega er, að hann var aðeins að gera það sem aðrir voru búnir að vera að gera síðan sovétmenn forðuðu sér úr landi 1989. bin laden var aldrei neitt stórt nafn í hryðjuverkum, fyrr en Bandaríkjamenn ákváðu að gera úr honum grílu í kringum 1998. ekki það að bin laden sé fórnarlamb, en það voru mun stærri fiskar í Afganistan áður en Bandaríkjamenn settu hann í efsta sæti yfir þá hryðjuverkamenn sem þeir vildu taka úr umferð. á hinn bóginn er það samt sem áður staðreind að Bin laden fjármagnaði mjög margar aðgerðir hér og þar um heiminn á árunum 1996 - 2001. hans helsta markmið var að sameina alla hryðjuverkahópa í heimi undir sín samtök og þannig hafa einhverskonar yfirumsjón með þeim. kannski ekki ósvipað og Bandaríkjamenn yfir Bretum í dag, og yfir Evrópu í kalda stríðinu. staðreindin er sú að hryðjuverkahópar um allan heim nýttu sér stuðningin sem al-qaeda bauð og þáðu að vera undir þeirra hatti fram að 9-11. en duttu smátt og smátt frá þeim eftir atburðina 9-11.
í aðdraganda innrásarinnar í Írak var mikið pælt í ástæðum. minna kom kannski fram um ástæðurnar í hinum venjulegum fjölmiðlum vesturlanda. ef við byrjum á Bandaríkjamönnum. þá lofaði Bush yngri er hann var kosinn til forseta, að leita nýrra leiða til að minka olíu þörf Bandaríkjanna. s.s. það átti að finna nýjar leiðir til að knýja olíuknúin tæki. tæknin liggur ekki beint fyrir enn þann dag í dag, og hvað þá árið 2000 þegar Bush lofaði þessu. nokkrum mánuðum eftir 9-11, áður en gengið var í það að ráðast á Afganistan. að þá urðu sérfræðingar í Bandaríkjunum í austurlöndum nær varir við það að Bush átti skipulagðan fund með manni nokkrum sem hafði mikið með það að segja um stefnumál austurlanda nær að gera. þetta kemur fram í bók Magnúsar Þorkells, píslavottar nútímans. sérfræðingar við háskóla Bandaríkjanna sáu strax hvert stefndi. þetta var áður en Bandaríkjamenn sprengdu Afganistan aftur um nokkur ár. Bandaríkjamenn og Bretar vissu að þeir gætu ekki lengu haldið fram til streitu viðskiptabanninu. staða Bandaríkjahers í Saudi Arabíu var líka í tvísýnu. það var orðið ljóst að vera hersins í Saudi Arabíu var búið að skemma álit araba á Bandaríkjunum. samskipti Bandaríkjanna og Saudi Araba var farið að versna út af veru hersins í landi sem hýsir tvo helgustu staði múslima. Rússar og Frakkar börðust einna helst á móti innrásinni. það er líka ekkert skrýtið ef litið er til þeirra sannana sem liggja fyrir um olíukaupssamning þeirra við Íraka þegar viðskiptabannið myndi enda. Bandaríkjamönnum gramdist að Saddam vildi ekki semja um olíukaup við þá. enda Írak á topp fimm yfir mestu olíulindir í heiminum. Þjóðverjar vildu ekki innrásina vegna þess að þeir sáu Írökum fyrir ólöglegum vopnum í kalda stríðinu.
finnst engum það undarlegt að Saddam Hussein skyldi ekki vera dregin til Hag? Bandaríkjamenn stóðu fast við það að Írakar skyldu dæma sjálfir í máli Saddam. hvers vegna? jú til að losna við það sem gerðist hjá Slobodan Milosevic fyrrverandi forsætisráðherra Serbíu. en þar komu fram ýmsar upplýsingar sem komu Bandaríkjamönnum ekki vel. miðað við tengsl Bandaríkjanna við Írak og Saddam í gegnum tíðina, er ekki ólíklegt að þeir hafi viljað láta Íraka sjálfa dæma í máli hans. það eru ansi mörg mál sem Bandaríkjamenn vilja ekki að séu í hávegum haft. t.d. að CIA sá um að vernda Saddam meðan hann var í útlegð í Cairo í Egyptalandi eftir að hafa sloppið úr fangelsi í Írak á sjöunda áratuginum. einnig um að Bandaríkjamenn héldu uppi vörnum gegn Írak í stríðinu gegn Íran, þó að vitneskja þeirra um ódæði Íraka með efnavopn væri þeim vel kunn.
það höfðu allar stjórnir vesturlanda ástæðu fyrir þeim viðbrögðum sem þau beittu í aðdraganda innrásarinnar í Írak. það ætti þeim að vera ljóst, þeim sem lesið hafa þessa grein um aðdraganda innrásina í Írak.
seinna mun ég koma með grein um hvað fór úrskeiðis í írak eftir að Bandaríkjamenn og Bretar höfðu unnið sigur í þessu stutta stríði.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
ég gleymdi að setja inn í greinina eina skemmtilega uppákomu í sambandi við innrásina í Írak. eins mikið og hún er skemmtilega glettileg, að þá er hún há-alvarleg. nefnilega að í upphafi skýrðu æðstu menn pentagon innrásina "OPERATION IRAQI LIVES". sem svo óheppilega skammstafast eftirfarandi: "OIL". þannig að nafni árásarinnar var snarlega breytt í "operation Iraqi freedom". hefur sennilega hljómað betur í eyrum sumra....
el-Toro, 27.1.2007 kl. 07:49
ég gleymdi að setja inn í greinina eina skemmtilega uppákomu í sambandi við innrásina í Írak. eins mikið og hún er skemmtilega glettileg, að þá er hún há-alvarleg. nefnilega að í upphafi skýrðu æðstu menn pentagon innrásina "OPERATION IRAQI LIVES". sem svo óheppilega skammstafast eftirfarandi: "OIL". þannig að nafni árásarinnar var snarlega breytt í "operation Iraqi freedom". hefur sennilega hljómað betur í eyrum sumra....
el-Toro, 27.1.2007 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.