sorgleg framkvæmd vestrænna ríkja

eins mikið og það fer fyrir brjóstið á fólki þegar lítil börn særast eða jafnvel deyja í hernaðarátökum.  þá er þessi herferð NATO og bandaríkjanna komin svo langt út fyrir þau siðferðismörk þeirra sem búa á vesturlöndum.  slík lögleysa sem einkennir allan frágang á þessu stríði er og ætti að vera fólki slík skömm að það jaðrar við útkomu innrásarinnar í írak árið 2003.

*  sumir æðstu menn uppreysnarmannana í Líbíu hafa komið fram í viðtölum áður en hernaðurinn hófst og lýst því yfir að hafa stundað þjálfanir í hryðjuverkabúðum á landamærum afganistan og pakistan.  þeir hafa einnig lýst yfir því að margir manna þeirra hafi samskonar þjálfun á bakinu og þeir.    VIÐBJÓÐUR!!!!!!!

*  Líbía var ríkasta land afríku og búið að vera slíkt til fjölda ára.  45% af allri olíu innflutri inn í evrópusambandið kom frá Líbíu.  ÁSTÆÐAN!!!!!!!     VIÐBJÓÐUR!!!!!

*   Barrack Obama framlengdi fyrir stuttu umboð bandaríkjanna fyrir framlengingu árásanna "ÁN ÞESS AÐ BERA ÞAÐ UNDIR ÞINGIÐ".  þrátt fyrir að við íslendingar eigum dabba og dóra það að þakka að slíkt virðist löglegt hér á landi.....að þá er það ekki löglegt í bandaríkjunum.  þess vegna bíður obama ákæra frá republikum á þingi sem svo skemmtilega vill til, hafa meirihluta á þinginu.                NIXON VIÐBJÓÐUR væri Obama sæmandi fyrir öll þau líf sem þessi friðarhafi nóbels hefur á samviskunni.    VIÐBJÓÐUR!!!!!!!!!!!!!

*   þessi friðsömu mótmæli sem líbíuher á að hafa murkað líftóruna úr (eins og fjölmiðlar okkar fræddu okkur svo misvitandi um) voru í raun ekki svo friðsöm.  200 ti 500 manns safnaðist saman og kveikti í bílum og lögreglustöð í nokkrum borgum landsins.  þegar okkar uppreisn gekk yfir, ýmindið ykkur hvað hefði gerst ef við hefðum kveikt í lögreglustöðinn við hlemm.  HVAÐ ÆTLI HAFI GERST ÞÁ???  eitthvað meira heldur en táragas mundi ég halda.

En þrátt fyrir þá punkta sem hér eru skrifaðir hér að ofan, þá hafa ekki allir líbíumenn verið sáttir síðustu árin.  eðlilegast ber að nefna þá litlu pólitísku þróun sem átt hefur sér stað þarna.  sama gamla klíkan hefur verið þarna við völd síðustu árin, sumir í áratug.  Gaddafi gegnir ekki embætti í líbíu, en hann hefur áhrif.  synir hans höfðu áhrif og var þeim ætlað að taka við gamla manninum að honum látnum.  eðlilega spretta upp mótmæli þegar menn eru endalaust við völd, þrátt fyrir að líbía hafi verið til margra ára ríkasta land afríku.  mikið atvinnuleysi var orðið svo slæmt að ríkistjórn líbíu gat ekki lengur spornað nægilega við því til að halda fólki rólegu.

svo að endingu, þá vill ég biðja fólk að lesa sér til þetta.  fánar gaddafi liða eru GRÆNIR á meðan fánar uppreysnarmanna eru GRÆNIR OG SVARTIR (ekki rugla saman við palestínufánann samt).  það hefur komið mér svakalega á óvart þegar ég hef verið að lesa mér til um þessi mál, hversu ruglingslegt þessir hlutir með fánana geta verið fyrir fréttamenn.  ekki bara á íslandi.  því oftar en ekki þá fjallar fréttin um mótmæli "gegn" Gaddafi, en fólkið á myndunum ber græna fána eins langt og augað eygir.  í þau fáu skipti sem myndir nást af fólki með græna og svarta fána, þá æpa þær myndir á þig um "FOTOSHOP" misgjörning.  meira að segja eru fotoshopin fáránlega illa gerð þar sem endar myndanna falla saman í einhverja blekklessu að manni virðist.  eitthvað sem gerist ekki þegar maður sér grænu fánana eða mótmælin frá egyptalandi. 

góður lesandi.  það er komin tími til að opna hug þinn fyrir rangri fréttaumfjöllun.  eða eins og er réttara að segja, fréttaflutningi sem ætlaður er til að fá þig til að hugsa um hlutina á ákveðin hátt.  það er holt fyrir hverja sál að lesa sér til um bakgrunn frétta sem maður les í fjölmiðlum.  það er einfaldlega ekki sanngjarnt þegar fólk sér fréttir um slíkan misgjörðning og viðhefst í Líbíu, að fólk fletti sannfært yfir í næstu frétt um að það hafi verið að lesa hinn heilaga sannleik.  það er einfaldlega ekki ásættanlegt þegar fólk tekur fjölmiðla sem málsvara sannleikans.  við erum ekki fólk sem lifum í trjám.....þess vegna er komin tími til að við högum okkur eftir því og hættum að láta fjölmiðlana ljúga okkur svona uppfull.  LESTU ÞÉR TIL.....MENNTAÐU ÞIG....LESTU GAGNRÝNIÐ....!

fjölmiðlar ljúga!


mbl.is Börn sögð særð í árásum NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

að fjórtán manns séu búnir að kíkja á þessa færslu rétt fyrir níu, er í raun sjokkerandi.  fólk er greinilega alveg sama þó svo stjórnvöld í okkar nafni séu að murka lífið úr fólkinu frá Líbíu á sama tíma og nútíma-nýlenduvæðing á sér stað á landinu þeirra.

ég ætla að vona að bensínverðið hér á landi haldist hið sama.  því að ég er ekki sáttur við það hvernig á að lækka bensínverðið hérna á íslandi. 

el-Toro, 19.6.2011 kl. 20:53

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Getur þú frætt mig um hvernig þetta gagnast vesturveldunum.

Ef þau hefðu ekkert gert hefði núverandi stjórnkerfi haldist í Líbíu og allt fallið í sama farið innan skamms þar á meðal olíuútfluttningurinn.

Ef með þvi að "acta" taka þeir gríðarlegan séns á að allt fari til helv, og þá á ég ekki sist við á vesturlöndum.

Líbínsk stjórnvöld geta þó treyst á að það eru alltaf einhverjir þarna úti sem trúa fréttum sem þeir senda frá sér en ekki fréttum sem NATO sendir út.
Það eru svona hentileika-frétta-áhorfendur...

Teitur Haraldsson, 20.6.2011 kl. 08:36

3 Smámynd: el-Toro

sæll Teitur,  afsakaðu biðina á svarinu, ég gleymdi að fylgjast með færslunni.

eins og þú ættir að vita, þá gagnast hernaðurin vesturveldunum vel til framtíðar, (evrópusambandinu aðalega) sökum þess að 45% af olíu þess kemur frá Líbíu.  þarna geta þeir fengið olíuna ódýrari ef þeir koma Gaddafi frá.

mjög líklega hefði allt farið aftur í samt form í Líbíu því herlið Gaddafis í austurhluta Líbíu hefði unnið á þessum fáu mótmælendum sem virðast samkvæmt öllum fjölmiðlum og fréttaveitum hafa farið um með ofbeldi.  "EKKI FRIÐSAMIR EINS OG FJÖLMIÐLARNIR SPÚUÐU YFIR OKKUR Í BYRJUN". 

gamla valdablokkin í Líbíu er/var öflug og illa viðráðanleg þegar kom að umbótum.  margir umbótasinnar voru í líbíu og meira segja í gegnum einn af synum sjálfs Gaddafi.  hver veit nema þeir hefðu hleipt umbótum í gegn ef Nato hefði ekki komið inn í dæmið.....samt tel ég það hæpið....svona hlutir gerast rosalega hægt í löndum eins og Líbíu þar sem ættbálkaveldið er svo ríkt.  því held ég því miður að Líbía hefði farið aftur í sama farið ef Nato hefði ekki skipt sér af.

þeir tóku sénsin og ef þú hefðir lesið bloggið almennilega hér að ofan, þá hefðirðu séð árangurin af því að "acta".

svo er það með þetta hentileika-frétta-áhorfendur Teitur minn.  ég hef lesið nokkur blogg hjá þér, og ég neita að trúa því upp á þig, að þú haldir að allar þær staðreyndir sem ég taldi upp í mínu bloggi séu komnar frá ríkisfjölmiðlum Líbíu. 

Teitur, það á ekki að þurfa að segja jafn almennilegum manni og þér um trúverðuleika fréttaveitna evrópu og bandaríkjanna.  fréttaveitur bandaríkjanna og bretlands einna helst í evrópu, eru ekki uppspretta sannleiks.  heldur er um hagsmunamál að ræða fyrir vesturveldin.  þetta veit fólk Teitur.  því neita ég að trúa því upp á þig að þú teljir fréttir frá NATO bera vott af því sem í raun er að gerast.

ég tek mínar upplýsingar um Líbiu úr fjölmiðlum sem tengjast ekki þessari fjölmiðla samsteypum vesturveldanna sem eru á bandi örfárra elítu manna.  það er einfaldlega rangt fyrir mig.  því ég ber mest í hugarlundi mér sannleikann, ekki hvað kemur best fyrir vesturveldin í sinni baráttu hér og þar um allan heim.  merkilegt er líka að ef vel er fylgst með fréttum stóru fréttaveitanna, að annaðslagið kemur inn frétt sem fer illa með mannorð NATO ríkjanna......en þú getur verið viss um að sú frétt kemur ekki aftur upp á borðið.  fjölmiðlarnir sem eru fyrir utan þessa fréttaveitu eru yfirleitt með slíkar fréttir og búnir að útvarpa honum í einhvern tíma.  þetta er ein stutt dæmisaga sem á sér stað í hvert sinn sem bandaríkin og evrópusambandið finnst þeim knúið að fara í stríð við þjóðir sem þeir skilja ekki.

svo vill ég endilega benda þér Teitur á að lesa bloggið hér að ofan aftur.  því upplýsingarnar þar eru ekki einhverjar samsæriskenningar eða öfgafréttamenska fjölmiðla Gaddafis.  þetta eru staðreyndir sem hægt er að finna í mörgum af stærstu fréttamiðlum evrópu og bandaríkjanna.  en flest þeirra í fjölmiðlum sem sérhæfa sig á þessum stöðum í heiminum, og hafa sérfræðinga sér til halds og trausts.  s.s. fólk sem veit hvað er á seiði þarna.

el-Toro, 24.6.2011 kl. 00:31

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sæll og takk fyrir svarið og hrósið.
Ég verð nú að spyrja hvort við þekkjumst?

En ég las aftur yfir greinina þína (sem ég sannarlega las áður en ég póstaði fyrst). 

Þú nefnir ekki hvaða "fjölmiðlum sem tengjast ekki þessari fjölmiðla samsteypum vesturveldanna sem eru á bandi örfárra elítu manna" þetta eru?
Og það vantar líka linka í þessa fotoshop-uðu myndir.

En ef við látum eins og NATO hafi haft olíuna sem ástæðu.
Var Gaddafi að hætta að selja þessi 45% olíu til evrópu?
Var kominn annar kaupandi að þessu gígantíska magni? Og athugaðu að þetta er gígantíkst magn.

Er ekki Líbía í OPEC? (jú þeir eru það)
Þá ræður Líbía ekki verðinu sjálfir, það er ákveðið af OPEC, síðan ræður markaðurinn því að einhverju leiti þannig að þetta skilar aldrei lægra olíuverði.

Þannig að ég endurtek.
Ef vesturveldin hefðu verið að hugsa um olíuverð þá hefðu þeir átt að styðja Gaddafi.

Teitur Haraldsson, 24.6.2011 kl. 01:01

5 Smámynd: el-Toro

sæll aftur Teitur.  ég veit ekki til þess að við þekkjumst, nema ef ske kynni að þú værir frá Akureyri.  þá værum við örugglega frændur eitthvað aftur í ættir ;)

ég ætla að reyna að útskýra þá hluti sem þú leggur fram í síðustu athugasemdinni. 

byrjum á fjölmiðlunum.  ég geri ráð fyrir því að þú vitir hverjir stóru bandarísku og evrópsku (breskir eru þeir flestir eða með tengingu við bretland) fjölmiðlarnir séu.  Fox, bbc, sky, reuters, cnn, times, post og allt það.  ég verð nú að viðurkenna það Teitur, að ég er ekkert sérstaklega minnugur á nöfn þeirra fjölmiðla sem ég tel vera utan hringrásar stóru fjölmiðlana.  en þessir fjölmiðlar eru í flestum tilvikum fjölmiðlar frá löndunum í kringum miðjarðahaf og alla leið til Írans og jafnvel til rússlands.  sumir eru reyndar bæði evrópskir eða Bandarískir.

það var til dæmis rússnesk fréttastofa sem birti viðtal við rússneska geimfara sem sögðust ekki getað staðfest að flugherir Gaddafi hafi skotið einu einasta flugskeyti innan lofthelgis Líbíu....þetta var jú áður en Nato hóf sínar árásir byggðar á þeirr ógn sem átti að hafa komið frá flugher Gaddafi.

svo má náttúrulega ekki gleyma því að reglulega birtast fréttir í stóru fjölmiðlunum um hluti sem falla illa að tilgangi Nato.  þessar fréttir birtast í örstuttan tíma áður en þær hverfa alfarið úr fjölmiðlaumræðunni.

nöfn þessarra fjölmiðla man ég einfaldlega ekki í augnablikinu (aðalega því ég hef ekki haft þann metnað hjá mér að leggja þau á minnið).  stundum þegar ég er latur en langar samt að svala fréttaþorsta mínum, kíki ég á GAGNAUGA.IS  nú má auðvitað ekki taka allt þar bókstaflega.  en oftar en ekki eru gagnlegar upplýsingar sem koma fram í fréttum sem þeir grafa upp út um allan heim.  gagnauga.is er líka sniðug leið til að hefja upplýsingarleit á netinu.  en ef þú rennir yfir þær fréttastofur sem gagnauga.is mælir með þá færðu einhverja hugmynd af þeim fréttastofum sem ég byggi mína vitneskju á.  ég vill hinsvegar taka það fram að ég notast við fleiri aðferða við að fræða sjálfan mig á því sem er að gerast í þessum heimi.  internetið er snilld meðan það er enn frjálst...!!!!!!!

http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=166

hér að ofan er löng greyn um Líbíu.  ég mæli eindregið með því að þú lesir þér til um foto-shopið þarna.  þar eru líka eitthvað af myndunum sem ég fann með því að googla images.  mjög beitt grein sem fær mann til að hugsa.  ég mæli eindregið með þessari grein.

þá er það olían og Gaddafi:

eins og ég sagði áður, þá er olíverð í evrópusambandinu í hæstu hæðum.  kosningar í bretlandi fyrir ekki svo mörgum mánuðum stóðu um marga mikilvæga þætti.  en háværustu kröfur almúgans voru hátt bensínverð....alveg eins og á íslandi.  ég hlustaði á viðtal við konu sem talar vanalega frá london í speglinum á rás 2.  hátt olíuverð er það sem kemur verst við budduna á fólki í evrópusambandinu.  það er mikilvægt að hafa þær upplýsingar bak við eyrun.  þetta er ekkert öðruvísi heldur en á íslandi.

þú spyrð:  "Þannig að ég endurtek.
Ef vesturveldin hefðu verið að hugsa um olíuverð þá hefðu þeir átt að styðja Gaddafi"

olíuverð var ekkert á leiðinni að fara að lækka.  það var alveg ljóst, allavega ekki á næstunni....engin veit að sjálfsögðu hvað hefði getað gerst eftir ár eða svo.  helstu ástæður þessara hækkunar og af hverju olían var ekkert að fara að lækka, má rekja til tengingar olíu við matvælaútflutning eða innflutning í olíulöndunum.  ég er reyndar ekki sérfræðingu á þessu sviði, en ég las grein um þar sem hærra matvælaverð yki þau gjöld sem OPEC ríkin legðu á olíusölu sína (nú er ég ekki sérfræðingur, en ég hlustaði líka á viðtal við einhvern spekingin á BBC meðan óeyrðirnar í egyptalandi stóðu yfir).  önnur ástæða fyrir hækkandi gengi olíunnar er "Kína".  það að nefna kína á nafn er nánst eins og að ögra olíunni til að hækka í verði :)

Gaddafi var mér best vitandi ekki með nein plön um að hætta að selja evrópu olíu.  enda stóð hún undir velferð landsins.  hinsvegar er ásókn kína í olíu ótæmandi.  margar þær fréttir og aðrar upplýsingar sem ég hef lesið mér til um, benda á þann möguleika að kínverjar yfirbjóði olíusamninga evrópusambandsins eða þá séu þess valdandi að olíusamningar evrópusambandsins hækki.  ég ætla ekki að leggja sleggjudóm á þennan hluta málsins.  en eitt er víst að kína hefur aldrei verið eins öflugt í afríku og síðustu árin.  ég geri mér grein fyrir hversu gríðarlegt magn af olíu 45% af olíunotknun evrópusambandsins er.  því geri ég mér líka grein fyrir því að ef Líbía hefur verið með einhvern dólgshátt við evrópu um olíusamninga, þá sé ég ekkert óeðlilegt við það að evrópa hafi farið í stríð við Líbíu.  það segir sig sjálft að mínu mati.  en var Líbía með einhvern dólgshátt við evrópu???  eða vildi evrópusambandið einfaldlega fá ódýrari olíu????

þær fréttir sem ég hef lesið af leyndum ástæðum NATO fyrir loftárásunum og bráðlega landhernaði (ég yrði allavega ekki hissa) er allur á þá vegu að komst yfir olíubyrgðir Líbíu og halda kínverjum í burtu.  jú, eðlilega stöðvast olíusala frá Líbíu til að byrja með.  þú spyrð hvort opec sjái ekki um að ákveða olíuverðið.  markaðurin sér um sjálft olíuverðið.  opec skipuleggur hvað hvert ríki framleiðir margar tunnur til að halda verðinu ásættanlegu bæði fyrir framleiðsluþjóðirnar og vesturveldin.  þegar eitt ríki dettur út eins og líbía í þetta sinn.  þá er það vanin að annað ríki spýtir í lófana og framleiðir upp í þá tölu sem talin er vera til að getað tryggt jafnvægi á framboði og eftirspurn (verðlaginu sjálfu).  vanalega er þetta ríki saudi arabía.  þegar írak datt út af markaðinum í kringum 1991.  þá jók saudi arabía sína framleiðslu um það sem írakar höfðu áður framleitt.  ég hlustaði á bbc eða spegilin fljótlega eftir að útflutningur Líbíu stöðvaðist.  þar kom fram að títt nefndir Saudi Arabía hefði aukið framleiðslu sína eftir að útlflutningur Líbíu stöðvaðist, til að halda verðinu í jafnvægi.  þetta hlustaði ég á í útvarpinu í bílnum mínum.  ég man auðvitað ekki nákvæmlega hvernær, en allavega eftir að útflutningsbann evrópusambandsins tók gildi.

síðan þegar ný stjórnvöld eru komin til valda í Tripoli, hvernær sem það verður.  þá er mjög líklegt að samningar við evrópu verði endursamdir og evrópu veitt betri kjör vegna fórna sinna við að steypa valdalausum Gaddafi af stalli.

þannig að landið liggur þannig í líbíu að evrópa fær alltaf lærra olíuverð með því að losna við Gaddafi.  ég vona að ég hafi komið því til skila hér að ofan.

margir fréttamiðlar hafa líka bent á hversu ötull Gaddafi hefur verið í öll sín ár sem faðir Líbíu að gagnrýna það lýðræði sem tíðkast á vesturlöndum.  hann hefur nefnilega oft verið þyrnir í augum leiðtogum versturveldanna fyrir að tengja þá við mjög svo vafasama hluti og tala sirka tvo til þrjá klukkustundir framyfir úthlutaðan tíma sinn hjá sameinuðu þjóðunum.  svo fátt eitt sé nefnt.

el-Toro, 24.6.2011 kl. 21:57

6 Smámynd: el-Toro

ég gleymdi í síðustu færslunni að þakka þér fyrir málefnalega umræðu.  allt of oft fæ ég slíkar hörmungar yfir mig frá allskyns skrítnu fólki þar sem fólk veigrar sér ekki við að kalla mig öllum illum nöfnum þar sem ég er eðlilega ekki alltaf sammála því sem ég les á mbl.is

ef þú vilt halda áfram með þessa umræðu hérna, þá er ég tilbúinn.

góðar stundir.

el-Toro, 24.6.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband