24.8.2011 | 01:16
óeining gæti vafist fyrir mönnum...
eitt heirði ég á bbc sem við öll getum hlustað á á tíðninni 94,3 (að mig minnir). að uppreysnarmenn í Mistrat viðurkenni ekki þjóðarráð Líbíu. þeir vilji ráða sér sjálfir. mikil óeining er einnig innan þjóðarráðsins og sumir sérfræðingar um málefni Líbíu telja ekkert ólíklegt að upp úr sjóði milli uppreysnarmannana á næstu mánuðum. en sá sem ég hlustaði á benti sérstaklega á að reynt yrði að koma í veg fyrir heimskuna sem var gerð í Írak. enda flestir leiðtogar þjóðarráðsins gamlir hundar Gaddafi hvort sem er.
það verður áhugavert að sjá hvernig Líbíu tekst að loka sárunum. því gríðarlegur fjöldi Líbíumanna á eftir að sakna Gaddafi. en í Tripoli (vígi Gaddafi að flestra mati) býr um helmingur Líbíumanna. Benghazi hefur alltaf verið til vandræða. og togstreitan milli austur og vestur Líbíu hefur alltaf verið til staðar, en aldrei svo áberandi sem raun ber vitni um.
Valdaskiptin hefjast strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það munu ekki líða margar vikur þar til öll fyrirheit um breytta tíma í Líbíu verða að engu, valdamenn munu skipta auðnum á milli sín og þjóðin mun verða í mun verri sporum en hún var fyrir þetta valdarán sem var kostað af vestrænum ríkjum.
Þetta hefur alltaf snúist um olíuna og ekkert annað.
Tómas Waagfjörð, 24.8.2011 kl. 06:50
sæll Tómas. þetta er auðvitað hættan. sérstaklega þar sem óeining virðist vera mun meiri í þjóðarráðinu heldur en hefur komið fram í fjölmiðlum. því miður er það oftast sagan í Afríku að sá sterkasti þurkar út hina og situr einn eftir. en vonandi kemur þetta fólkinu til góða...en lífskilyrði í Líbíu undir stjórn Gaddafi hafa verið mjög góð. í raun á svipuðu róli og Ísland. en auðvitað voru allir hræddir við leinilögregluna og mönnum var haldið án ákæru og sumir hverjir komu aldrei aftur. en þannig gengu hlutirnir ekki dags daglega fyrir sig í Líbiu. Gaddafi var því aðeins of seinn til að lýðræðisvæða landið. Sonur hans hefur lengi viðurkennt það.
sumir sérfræðingar sem ég hef lesið mér til um Líbíu tala um aðal ástæðuna fyrir ígripum NATO vera þá áætlun Líbíustjornar að tengja gullforða sinn við Dinar, gjaldmiðil sinn en ekki dollarann eins og usa vill að sé gert. einnig ætluðu þeir að hætta að versla með olíu í evrum eða dollurum, heldur versla í sinni eigin mynt.
þar er komin ástæða bandaríkjanna...en ástæða EU hefur alltaf legið klár á borðinu, enda versla þeir 45% af olíuþörf EU svæðisins frá Líbíu. en einhverjar sögusagnir höfðu borist um áhuga kínverja á olíunni frá Líbíu áður en NATO greyp í taumana.
el-Toro, 24.8.2011 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.