hver er munurinn á Líbíu og Bretlandi...?

hlutirnir hófust á samskonar hátt.  en munurinn fellst í viðbrögðum stjórnvalda...og viðbrögðum vesturveldanna á málefni Líbíu. 

hver er munirinn á fjölmiðlaumfjölluninni....hetjur, uppreysnarmenn.  en í Bretlandi eru þeir skemmdarvargar óeirðarseggir.

allir hafa gott af því að skoða þessar tvær ólíku sögur "FORDÓMALAUST" og mynda sér skoðun á málinu "EFTIR AÐ HAFA LESIÐ SÉR TIL".

hugsaðu út fyrir kassan.


mbl.is Fjórðungur óeirðaseggja síbrotamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér, að líkja þessu saman. Það er forvitnilegt að sjá mismunandi viðbrögð fólks byggð á fordómum og mis-upplýsingum hvað þetta varðar.

fólk er margt haldið þeirri fyrru  að uppreisnarmennirnir í Libýu séu einhverskonar lýðræðislegar hetjur sem gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Nema hvað að, rétt eins og í Bretlandi, eru þessar hetjur mest glæpamenn, öfgatrúarmenn, fyrrverandi fangar, innfluttir aðilar og ráðnir aðilar sem drepa og eyðileggja allt sem í vegi þeirra verður, með aðstoð NATO og fleiri samtaka að sjálfsögðu. 

Svo er fátæka stéttin, fátækir unglingar og þeir sem hafa lítið val í samfélaginu í Bretlandi stimplaðir sem úrhrök og skömm í samfélaginu, kveikjandi í húsum og hvaðeina.

Flest það sem flestu fólki finnst um þetta allt saman kemur til vegna, eins og þú segir, fjölmiðlaumfjöllunar. Það er eins og hún stýri og móti almenningsáliti og umræðu um það sem hún fjallar um. Það er stórhættulegt, því lesi maður sig betur til kemst maður að því að það sem kemur fram í fjölmiðlunum er flutt í mjög einhliða áróðurskyni, sem hálf-sannleik eða einfaldlega sem ósannleik.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 11:26

2 identicon

Það má strika út "rétt eins og í Bretlandi" í málsgrein tvö :)

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: el-Toro

takk fyrir athugasemdina Davíð.  Það er með ólíkindum að þetta sé svona.  að fjölmiðlar stýri og móti almenningsálit er forkastanlegt.  líka fyrir þá stétt sem tilheirir fjölmiðlum.  slíkt á ekki að viðgangast.  en gerir það samt.  fjölmiðlar komast upp með þetta, þar sem almúganum á vesturlöndum er upp til hópa sama þó þeir trúi lygum/rangfærslum sem það les í fjölmiðlum.  FÓLKI ER SAMA ÞÓ ÞAÐ TRÚI LYGUM.

fyrir mér eru það fjölmiðlar sem bera gríðarlega mikla ábyrgð á því sem gerðist í Líbíu.  því ef fjölmiðlarnir hefðu verið hlutlausir hefði NATO þurft að fara eftir ályktun sameinuðu þjóðanna fyrir það fyrsta.  þá hefðu þeir ekki getað brotið ályktanirnar eða snúið þeim til, sér í hag hvernær sem þeir þyrftu á að halda.

el-Toro, 16.9.2011 kl. 20:33

4 identicon

Mikið rétt, fjölmiðillinn er stærsta vopnið í hvaða stríði sem er. Kraftur hans er svo gífurlegur. Einn áróðursmiðill getur búið til frétt sem er sýndur í öllum vestrænum fréttamiðlum og það getur búið til falskt almenningsálit í massavís.

En þarna vantar einmitt hlutleysi og frelsi fjölmiðilsins til þess að gagrýna og gera grein fyrir "hinni hliðinni", í hvaða máli sem það er. Það ætti að vera í lögum, og það ætti að vera á ábyrgð fréttaveitunnar að segja frjálslega satt og rétt frá.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 21:54

5 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Ég vill þó benda ykkur á að í Bretlandi mátti lögreglan ekki einu sinni beita táragasi meðan þetta pakk óð uppi, í Líbíu var kallað á flugherin. 

Arngrímur Stefánsson, 20.9.2011 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband