17.4.2012 | 11:22
fréttir fyrir undirmeðvitund þína lesandi góður...
...hér er enn og aftur hamrað á áróðri hinna vestrænu fjölmiðla til að fá þig lesandi góður til að hugsa slæma hluti um Assad og sýrlensku stjórnina, næst þegar þú tekur þig til, og lest þér til um ástandið í sýrlandi. þetta er sálfræði sem hefur því miður virkað allt of vel í gegnum árin.
...alveg eins og í líbíu, þá eru hin vestrænu ríki á bakvið uppreysnarmenn í Sýrlandi. í þetta sinn virðast frámármenn okkar og pólitíkusar ekki vilja óhreinka hendurnar sínar (enda enn með skítugar hendur eftir Líbíu) og láta ríku olíulöndin við persaflóa styðja uppreysnarmennina. kaldhæðnin í þessu er svo, að í staðin fyrir að styðja uppreysnaröflin í Sýrlandi, þá fá þessar þjóðir stuðning bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða ef slíkt skyldi gerast í þeirra löndum.
HLUTVERK FJÖLMIÐLA:
þá á ég við um hina vestrænu fjölmiðla, sem í daglegu tali eru kallaðir mainstream fjölmiðlar og eru á höndum örfárra manna þegar upp er staðið. þegar vesturveldin fara í stríð eins og í Líbíu eða styðja svona áberandi aðgerð eins og er enn að gerjast í Sýrlandi. þá er kallað eftir liðsinni fjölmiðlanna. enda með MÆTTI þeirra er hægt að fá fólk heima í stofu til að trúa hverju sem er....því miður, þá virðist það vera reyndin!!!
það þarf (ég skora á þig lesandi góður) ekki annað en að finna nokkrar fréttir hér á mbl.is (því mbl.is kóperar fréttir frá reuters án þess að lesa þær yfir) um uppreysnina í Sýrlandi og taka eftir því hvernig fréttirnar eru orðaðar. hér fyrir neðan eru nokkur dæmi sem birtast í þeim flestum:
1) sýrlenskar hersveitir "myrða óbreitta borgara" á meðan barist er við uppreysnarmenn / aktavista eða hvað þeir eru kallaðir.
2) Bandaríkin (Hillary Clinton, sem fyrir þeim sem vita betur, hagar sér eins og glæpamaður í fjölmiðlum) viðurkenna í fjölmörgum fréttum stuðning við uppreysnarmenn. þegar alþjóðalög kveða á um að stuðningur við uppreysnaröfl gegn stjórnvöldum í sjálfstæðu landi....er í raun stuðningur við hryðjuverk...eða eins og kanin orðar það sjálfur, state sponserd terrorist.
3) fólk fellur í átökum þegar fjölmiðlar geta ekki staðfest að fólk látist í sprengjuregni hersins, en um leið og fjölmiðlarnir geta staðfest það, þá er um morð að ræða að hálfu hersins.
4) reglulega inn á milli í fréttum af ástandinu í Sýrlandi koma fyrir setningar sem hafa það hlutverk að festa ákveðna hugsun í undirmeðvitund þinni, lesandi góður. og þegar fjölmiðlarnir eru í stríði sem þessu, þá eru þessar setningar óspart notaðar til að fá þig til að hugsa slæma hluti næst þegar þú lest þér til um viðfangsefnið. þetta hefur verið gert í mörg ár og skilað sér alveg ótrúlega vel....skammarlega vel ef ég má orða það svo.
svo í lokin, þá vill ég taka það fram að ég styð hvorki uppreysnaröflin né stjórn Assad, enda hefur þetta ekkert með mig að gera. ég fylgist eins og hver annar með fréttum og hef lært að sjá í gegnum umfjallanir hinna vestrænu mainstream fjölmiðla. en það er ekki erfið þraut, þar sem aragrúi fjölmiðla eru til í heiminum á jaðri fréttamenskunnar. það þarf bara að hafa sig eftir slíku á netinu.
réttast væri að bæði stjórn Assad og uppreysnarmennirnir yrðu dregnir fyrir stríðsglæpadómstólin. en ég er alltaf hlynntur því að báðir aðilar verði dregnir til ábyrgðar á stríðsátökum, eins og gert var í Líbíu. NATO er undir rannsókn stríðsglæpadómstólsins þegar þessir orð eru skrifuð...þú heirir ekki mikið talað um það í fjölmiðlunum sem þú lest í dag....en þetta er þó staðreynd!
gott er að hafa sjónvarpsstöðina RT (á bandi rússa, en fjallaði mjög vel um ástandið í Líbíu á sínum tíma). svo er síðan gagnauga.is en þar geturðu oftar en ekki fengið aðra hliðar af þeim fréttum sem birtast í mainstream fjölmiðlunum.
Ófriðurinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða vissu hefurðu fyrir því að þeir fréttamiðlar sem þú tekur mark á séu ekki áróðursmiðlar?
Sveinbjörn Halldórsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 00:38
aldrei merkileg svör sem svarast með spurningum...???
en auðvitað eru allir fjölmiðlar hallir undir einhver sjónarmið....það segir sig sjálft.
RT stöðin er höll undir málstað Rússa, en hefur upp á síðkastið verið nær sannleiknum í Líbíu og Sýrlandi heldur en vestrænir fjölmiðlar (eins og allir hljóta að gera sér grein fyrir).
besta leiðin til að komast eins nær sannleikanum og þú villt Sveinbjörn, er að lesa þér til um viðkomandi mál....og nýta fjölmiðla frá eins ólíkum uppruna og þú getur fundið....þá getur þú sjálfur komist að þinni réttri skoðun.
ég mundi fylgjast grannt með áhrifum fjölmiðla í framtíðinni...áhrif þeirra eru ógnvænleg.
el-Toro, 28.4.2012 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.