27.4.2012 | 21:54
það sem vantar í fréttina...
...eins og vant er í fjölmiðlum okkar vestanhafs, þá halda þeir áfram að sinna sínu hlutverki þegar svona mál eru leidd til lykta (Charles Taylor). það þarf að sverta mannorð sakborningsins eins og hægt er og halda vesturveldunum frá viðkomandi fyrir alla muni. Fjölmiðlar standa sig yfirleitt vel í þessu hlutverki sínu. enda segja þeir ALDREI allan sannleikan. þetta er ekkert einsdæmi sem er hér í gangi...
má vera, að Taylor hafi hlotið þjálfun í Líbíu....og jafnvel af mönnum Gaddafi...en það er ekki allt!!!!!!
segjum að Charles Taylor hafi fengið þjálfun í Líbíu....þá þarf að skoða hlutina í réttu ljósi. Taylor var uppljóstrari CIA á níunda áratugnum...hægt er að sjá frétt frá BBC hér: http://www.bbc.co.uk/news/world-africa-16627628
...á árunum á undan og fram til 1981/2 var Edwin P. Wilson http://en.wikipedia.org/wiki/Edwin_P._Wilson staðsettur í Líbíu að beiðni CIA. enda kom það síðar í ljós að hann var enn að vinna fyrir CIA á þessum tíma. þar þjálfaði hann arabíska hryðjuverkahópa til að búa til sprengjur, meðal þeirra hryðjuverkahópa sem hann þjálfaði voru PFLF-GC, en aðalsprautan þar var maður að nafni Ahmad Jibril...en sá maður fékk á sig þann stympil að hafa skipulagt sprengjutilræðið við Lockerbie. með sín tök sem CIA hafði í Líbíu á þessum árum, er ekki ósennilegt að CIA hafi í raun, bakvið tjöldin þjálfað Charles Taylor í Líbíu...annað eins hefur nú gerst...
Líbía var líka á þessum tíma griðarland hryðjuverkahópa tengdum Palestínu. Fjölmiðlarnir voru ekki eins öflugir og þeir eru í dag...þess vegna var hægt að gera hvað sem var innan landamæra Líbíu án þess að það færi á forsíður fjölmiðlanna. það þíðir ekki að Líbíu stjórn hafi þjálfað hryðjuverkahópana þarna, því leyniþjónustur arabalanda, CIA og KGB voru með puttana í austur-hluta Líbíu. Gaddafi studdi hina svokölluðu pan-arab stefnu, og í hans augum voru þessir hryðjuverkamenn og hópar vopn....í sama skilningi og Pakistan lítur á hruðjuverkahópana í nyrstu og vestur héruðum sínum sem vopn gegn Indlandi, og nú orðið til að hlaupa í skarðið í Afganistan þegar Bandaríkin og NATO hverfa á braut.
Stjórn Gaddafi vann alla sína tíð, reglulega með vestrænum leiniþjónustum. en frægasta dæmið er sennilega þegar uppreysnarmennirnir voru búnir að ná Tripoli. En þá kvartaði og kærði síðar, yfirmaður herja uppreysnarmannana í Líbíu Abdel Hakim Belhaj , yfir því að vera handtekin í Thailandi og yfirheirður af CIA og pyntaður af þarlendum yfirvöldum. síðan var hann fluttur til Líbíu og pyntaður af leyniþjónustu Líbíu að beiðni CIA og MI6. hann segir jafnvel að fulltrúar CIA og MI6 hafi tekið þátt í pyntingunum. þetta var á árunum sem fangaflutningar CIA stóðu yfir eftir 9/11
hérna er svo frétt sem birtist í BBC um þetta: http://www.bbc.co.uk/news/uk-16244210
eftir að hafa lesið yfir staðreyndirnar hér að ofan, án þess að sjá þær settar fram í fréttinni...hvernig finnst þér lesandi góður að slíkum upplýsingum sé VILJANDI sleppt úr fréttum sem þessum.
finnst þér enn að fjölmiðlar segi sannleikann??????????
ps. fréttir sem birtast á mbl.is og visir.is eru coperaðar beint frá mainstream fjölmiðlum bandaríkjanna og bretlands....svo kaldhæðnislega er ekki beint hægt að skella skuldinni eingöngu á íslensku fjölmiðlanna. þeir eru bara ekki með nægilega fróða blaðamenn í vinnu hjá sér sem geta skrifað greinar upp á sitt einsdæmi.
Mikilvæg skilaboð til stríðsherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
á tíunda áratugnum, unnu Bandaríkin markvisst að því að grafa undan áhrifum Frakka í Afríku. enda kalda stríðið búið og þeir áttuðu sig loksins á því, á hverslags gullkistu Frakkar sátu á.
vert væri að athuga vesturströnd Afríku í því sambandi, hvort Charles Taylor hafi komist til valda í stað strengjabrúðu Frakka í Líberíu á sínum tíma.
einnig er vert að athuga hvort stjórnvöld í Sierra Leone, fyrir borgarstyrjöldina hafi verið á bandi Frakka eður ey...
svona er hægt að fikra sig hægt og rólega að sannleikanum...með því að lesa sér til.
el-Toro, 28.4.2012 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.