10.12.2012 | 13:35
Evrópa hinna æðri...
evrópusambandið var náttúrulega stofnað til að halda uppi friði eftir tvær heimstyrjaldir fyrri hluta 20. aldar....en fær maður nóbelsverðlaun fyrir það eitt að ná settum markmiðum?...ég hélt að maður fengi nóbelin fyrir eitthvað alveg sérstakt, meira heldur en markmiði sé náð...en hvað er ég að röfla, Obama fékk nóbelinn þrátt fyrir að vera í tveimur stríðum samtímis !
...en svo má náttúrulega ekki gleyma því að nóbelin er náttúrulega ekkert annað en tæki til að auka hróðs einhvers innan samfélags okkar evrópumanna, þó auðvitað sé fólk utan evrópu og bandaríkjanna sem fá heiður fyrir framúrskarandi störf....en það breytir því ekki að nóbelinn er fyrirbæri innan samfélags vesturlanda....og pólitíkin er aldrei langt frá þessu apparati, eins og þessi kínverji sem fékk nóbelinn fyrir einhverjum örfáum árum.
evrópusambandið fær hér nóbelinn fyrir að halda stríðum utan við evrópu. því löndin sem byggja þetta samband, eru búin að vera ansi dugleg gegnum áratugina að halda úti stríðum, styðja stríðandi fylkingar eða aðstoða stríðandi fylkingar um allan heim....nema evrópu !
en klöppum fyrir evrópusambandinu....þeir færðu stríðin og drápin á almennum borgurum burt frá Evrópu til Afríku, mið austurlanda og Asíu....vel gert EU....!
Tóku við friðarverðlaununum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þessi: http://www.snopes.com/politics/war/sendler.asp var bara tilnefnd, dæmd óverðug. ghandi var líka bara tilnefndur. obama fékk verðlaunin fyrir ekkert, nýr í embætti. al gore fyrir glærukynningu um hnatthlýnun. er eitthvað mikið að, eða hvað?
nobel schmobel (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 16:03
hver var betri en þessi: http://www.snopes.com/politics/war/sendler.asp í veraldarsögunni allri? hugrekkið? gæskan? fórnfýsin? en frekar að gefa obama fyrir ekki neitt?
nobel schmobel (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 16:05
LOL :)
góður herra nobel
el-Toro, 10.12.2012 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.