enda er verið að bola Assad frá völdum...

...og hefur ekkert með sannleikann að gera.

sannleikurinn er ekki eins kjánalegur og honum er lýst af hendi bandaríkjanna.

að lýsa Assad sem saddam hussein eða hitler.....segir meira um sjúkleika bandaríkjanna en nokkurn tíman einhverjum sannleik.

...en sannleikurinn er ekki endilega það sem Bandaríkin sækjast eftir.  þeir vilja komast til áhrifa í sýrlandi, eins og þeim tókst í Líbyu...

....og eru tilbúnir að notast við hvaða meðul sem er til að koma því í gegn.....þrátt fyrir að sannleikurinn þurfi að fjúka út í veður og vind, sem hann hefur svo sannarlega gert.


mbl.is Assad og Kerry áttu náið samband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er hágrátandi yfir þessu að það sé verið að bola þessu góðmenni Assad frá völdum.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 4.9.2013 kl. 11:16

2 identicon

Múslimar vita ekki hvað lýðræði er, en þeir halda það og eru duglegir að misskilja. Líbýa er gott dæmi, sem er fullkomlega lokað land og ég hef ekki séð neinstaðar að USA hafi áhrif þar. Þar stýra hryðjuverkamenn, sem eru að útrýma krisnum í landinu- með samþykki vesturlanda.

Egyptaland er gott dæmi um múslimskt "lýðræði". Þar voru ólæsir og óskrifandi lýðurinn látinn kjósa Islamistann Mohamad Mursi af undirlægi Bræðralags Múslima.

Þokkalegt eða hitt þó heldur.

Er Assad verri? Voru það hans menn sem beittu eiturefnum?

Kerry er hættulegri maður en Kissinger var og er þá mikið sagt.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 13:29

3 Smámynd: el-Toro

Jóhann, þú ættir nú að vita hvað sé í gangi hérna.  þetta snýst ekki um hver er góðmenni eða hver er vondi kallin....og alls ekki um þá fásinnu og bjánaskap að í sama landi skuli feðgar fara með öll völd í um 40 ár...

...það er engin að spenna bogan yfir þeirri vitleysu.

...það er verið að spenna bogan yfir því sem íbúar sýrlands hafa þurft að þola sökum báráttu stórveldanna í fjarska yfir áhrifum í þessu landi.

þetta er engin vinsældarkeppni Jóhann.  bandaríkin, evrópa, rússland og íran bera að mestu ábyrgð á því að 100.000 manns hafa dáið í þessu ódæði.

takk fyrir innlitið Jóhann.  ég hefði búist við meiru frá þér í athugasemdinni.  maður er vanur þér öðruvísi en hágrátandi yfir vinsældarkeppni fjölmiðlanna :))) 

V.Jóhannson, svarið frá mér kemur síðar.

el-Toro, 4.9.2013 kl. 18:21

4 Smámynd: el-Toro

satt segirðu V. Jóhannsson um lýðræði í löndum múslima.  þar vantar allar þær stoðir sem við höfum byggt upp í lýðræði í aldanna rásir.

ég mundi ekki segja að libya sé sérstaklega lokað land í dag.  ekki nema þá að ríkisstjórnir vestrænna landa mæla ekki með því að þú eiðir sumarfríinu þínu þarna eins og staðan er í dag...

...frakkar fengu aðgang að nær þriðjungi olíuvinslu libyu fyrir þátt sinn í stuðningnum við uppreysnarmennina í líbyu. 

eftir að Assad yngri tók við völdum af föður sínum.  þá slaknaði á allri þvingun í landinu.  fjölmiðlar urðu frjálsari og þú gast sagt þína meiningu án þess að hrauna yfir stjórnvöld.

assad er samt sem áður ekki sá eini sem heldur utan um völdin.  gamla valdablokkin frá tímum föður hans, er eða var fyrir átökin, mjög valdamikil.  þess vegna gengu tillögur Assad um opnara samfélag hægar fyrir sig.

assad og valdaklíkan tóku hinsvegar svona rækilega á því þegar uppreysnarandin hóf upp sína raust.  harkan varð óbærileg, þungavopnum beitt gegn mótmælendum.  innan mótmælendanna leyndust svo þessir svokallaðir al-qaeda stríðsmenn.  komnir frá líbyu og írak...

...ástæðan fyrir festunni í byrjun er samt augljós.  assad vildi ekki lenda í því sama og Gaddafi lenti í.  gefa eftir og fá yfir sig epískt flugbann sem innifelur í sér mörg hundruð tonn af sprengjuregni yfir allt landið.  og á endanum eru allir drepnir eins og í líbíu...eða verður það þegar said verður drepinn.

þannig að ástæðurnar fyrir þessum ýktu hernaðar aðgerðum assad stjórnarinnar gegn uppreysnarmönnum liggja alveg fyrir....

...ég spyr, hver getur álasað honum fyrir það, eftir að hafa horft upp á hvað gerðist í Líbyu.

ÞAÐ AÐ LÍSA ASSAD SEM HITLER, ER EINS FÁRÁNLEGT OG AÐ LÍKJA ÍSLANDI ÁRIÐ 2008 SEM ÞÝSKALANDI NASISMANS 1939....

...maður hlær að barnaskapnum í þessum samanburðum !!!!!!!!!!!!

el-Toro, 4.9.2013 kl. 21:26

5 identicon

http://avpixlat.info/2013/09/04/stockholm-blev-syrien-under-obamas-besok/#more-68340

Ég þakka góðar upplýsingar og vona að fleiri lesi þetta.

Sendi til gamans fréttir frá Stockholmi í sambandi við heimsókn Obama, sem ekki eru birtar í PK fréttamiðlum.

Fjölmenningarsamfélagið er og hefur alltaf verið dæmt til að misheppnast.

Svona fólk vil ég ekki sjá á Íslandi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 10:36

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hverju svaraði Hussein Obama þegar hann var spurður af hverju viðtakandi friðarverðlauna Nóbels væri að akitera fyrir stríði?

Kanski Hussein Obama ætti að skila friðarverðlaunum Nóbels?

Hvernig væri að USA væru ekkert að sletta sér í innanlandserjur Sýrlands og láta Evrópu sjá um þetta, ef þetta fer svona fyrir brjóstið á evrópubúum hversu margir hafa fallið í Sýrlandi í innanlandserjum Sýrlands.

Svo ver það útskýring Hussein Obama um rauðu línuna. Auðvitað er þessi rauða lína ekki hanns, heldur er rauða línan einhverra annarra. Þetta er ekkert nýtt, Husein Obama getur aldrei viðurkent mistök sín, heldur reinir að klína þéim á einhverja aðra.

Skiptir það einhverju máli hvaða illmenni stjórnar í Sýrlandi?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 5.9.2013 kl. 15:24

7 Smámynd: el-Toro

sæll Jóhann. 

fyrir það fyrsta, þá finnst mér að Obama hefði aldrei átt að fá nóbelin.  hann hafði ekki gert meira en ég og þú til að auka á frið....heldur hefur hann aukið á stríði....vantaði bara að hann hefði mætt með byssu til að taka við nóbelnum.

innanlandserjur sýrlands eru kostaðar af rússum og bandaríkjunum Jóhann.  þú hlítur að vita það orðið í dag.

hálf kjánalegt að halda uppi þessar blessaðri rauðu línu....að innanlands pólitík bandaríkjanna verði til þess að árásir verði gerðar á sýrland....svo obama geti bjargað andlitinu....ehh...hefur svo sem gerst áður.

ef Assad væri illmenni (var svo langt frá því að vera illmenni fyrir uppreysnina), þá væri Obama skrattin sjálfur.

Assad hefur eftir að uppreysnin braust út skaðað orðspor sitt með gífurlegum öfgum í hernaði gegn uppreysnarmönnum...

...en gleymum því ekki, að hann horfði upp á bandaríkin og frakka rústa Líbyu...einmitt sökum þess að Líbýa hafði ekki nægilega stóran og öflugan her til að kremja uppreysnina niður strax...

...á þetta horfði Assad og ætlaði ekki láta sama viðbjóðin koma yfir sína þjóð og það sem gerðist í Líbýu...

...Assad á sér síðan sjálfsagt ekkert líf sem leiðtogi í sýrlandi eftir þessi ósköp.

og Jóhann, verum ekki svo græn að halda að fólk sé illmenni og miskunarlausir einræðisherrar....bara af því að það stóð í blaðinu sem þú last í morgun.  höfum hausin rétt stilltan og lesum okkur til.  pössum okkur að láta ekki fjölmiðlana eitra hug okkar með því sem þeir vilja að við trúum.

el-Toro, 6.9.2013 kl. 00:22

8 Smámynd: el-Toro

sæll V. Jóhannsson.

fjölmenningarsamfélög eru dæmd til að mistakast....sökum þess hversu bjánalega er að þeim staðið.  það vantar að blanda þessu fólki inn í þau samfélög sem veitir þeim vist.  í staðin spretta upp heilu hverfin af innflytjendum....

....það hlítur að vera slæmt, og ætti að vera ákveðinn dómur yfir samfélaginu sjálfu.

gott að þú gast nýtt þér þessar upplýsingar.

el-Toro, 6.9.2013 kl. 00:26

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sjaldan dettur eplið langt frá eikini, en það er í sögu Assad fjölskyldu að drepa landa sína til að halda völdum

The Hama massacre (Arabic: مجزرة حماة‎) occurred in February 1982, when the Syrian Arab Army and the Defense Companies, under the orders of the country's then-president, Hafez al-Assad, besieged the town of Hama for 27 days in order to quell an uprising by the Muslim Brotherhood against al-Assad's government.[1][2] The massacre, carried out by the Syrian Army supposedly under commanding General Rifaat al-Assad, President Assad's younger brother, effectively ended the campaign begun in 1976 by Sunni Islamic groups, including the Muslim Brotherhood, against the government.

Initial diplomatic reports from Western countries stated that 1,000 were killed.[3][4] Subsequent estimates vary, with the lower estimates claiming that at least 10,000 Syrian citizens were killed,[5] while others put the number at 20,000 (Robert Fisk),[1] or 40,000 (Syrian Human Rights Committee).[6][2] About 1,000 Syrian soldiers were killed during the operation and large parts of the old city were destroyed. Alongside such events as Black September in Jordan,[7] the attack has been described as one of "the single deadliest acts by any Arab government against its own people in the modern Middle East".[8] The vast majority of the victims were civilians.[9]

Copy paste from Wikipedia

Elskuleg fjölskylda eða hitt þó heldur.

En hver sem er að fjárfesta í þessari innanlands deilu veit ég ekki og býst varla við að USA hafi efni á því, USA er broke.

Hvort Rússar eru að fjárfesta í Sýrlandi veit ég ekki, en eitt er víst að allar stríðsvélar og eitur gufur sem Bashar Assad hefur koma frá Rússlandi.

Nei þetta er ekkert nýtt að svona aðfarir séu hafðar við í Sýrlandi eins og gerist í dag og svon el-Toro þá er mér nákvæmlega sama.

En hvað var gert í Líbýu var ESB að sína klærnar í fyrsta sinn, en þeir voru ekki betri en það að þeir kölluðu á stóra bróður í vestri til að hjálpa til.

Furðulegt hvað evrópubúar hafa verið slappir undanfarin 100 ár, rjúka út styrjaldir og enda alltaf á því sama að byðja stóra bróðir í vestri að koma að hjálpa af því að evrópumenn geta þetta ekki sjálfir.

Nú er öldin önnur USA er broke og hefur ekki efni á að skjóta þessum fáu ragjettum á Sýrland sem Hussein Obama vill gera.

Jú John Kerry sagði að arababandalagið mundi greiða kostnaðinn (sure if you believe that I have ocean front property for sale in Nevada), sýnir hversu góður fjárhagur USA er í raun og veru. Verða að fá greiðslur fyrir að vera málaliðar fyrir aðra svo langt er þetta gengið hjá papírstígridýrinu í vestri.

En ekki halda það el-Toro að þú sért einhver sérfræðingur í því sem er að gerast í Sýrlandi for that matter Líbýu. þú lest blaðagreinar um þetta sem hvorki ég eða þú vitum hvort að eru réttar. Það er ekki allt rétt sem er í Mogganum, so to speak.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 6.9.2013 kl. 04:26

10 Smámynd: el-Toro

sæll Jóhann.

ég hef aldrei dregið dul á það hversu kjánalegt og ömurlegt það sé fyrir þjóð að hafa alltaf sömu leiðtogana.  sýrland og líbýa og egyptaland eru að gjalda þess núna.

það sem ég er ósáttur við, er hversu auðveldlega Assad og Gaddafi er líkt við hitler og stalín og einhverja svo miklu stærri og verri menn en þá....það nær ekki nokkurri átt....en fjölmiðlar eru jú vopn í höndum stjórnvalda landa sinna.

stjórn Hafez Assad var mun trekktari heldur en nokkurn tíma sonar hans.  stjórn Assad gamla var á pari við stjórn Gaddafi.  nema hvað Líbýa var lang ríkasta land afríku, þó mun lengra væri leitað....líbya hafði hvað bestu lífslíkur allra afríku ríkja, líka suður afríku.  í dag er líbýa með fátækari þjóðum heims, eins og sýrland verður.

Hama fjöldamorðin eða hvað þeir vilja kalla þetta, var til þess gerð til að ráða niðurlögum muslim brotherhood....islamista dagsins í dag.

ég ætla ekki að verja aðgerðir gamla assad eða sonar hans.

en ég skyl í ljósi þess að assad yngri horfði upp á það sem gerðist í líbyu, að hann hafi brugðist svona við uppreysninni í landi sínu...

...ég skil það, en ég vill ekki verja það.  einnig vill ég ekki verja vopnasendingar til uppreysnarmannanna, sem hafa stríðsmenn al-qaeda innanborðs.

kannski er það vandamálið í vestrænum stuðningi við uppreysnarmenn í sjálfstæðu landi....að okkur er bara sama...því miður hittirðu naglan á höfuðið held ég.

Frakkar og bretar, eða EU sáu um að sprengja uppreysnarmenn líbyu til valda.  enda kraftur flugflota Nato slíkur að ekkert réð við þá....

...okkur er sama um óhóflega valdbeitingu NATO í líbýu...ekkert er rætt um það, bara þegar Assad notar slíkt.

..en NATO er í rannsókn hjá alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir stríðsglæpi í líbyu....ásamt öllum öðrum þáttakendum....hef ekki heirt hvort eitthvað hefur komið út úr því...en verandi bákn vesturlanda, þá held ég að við vitum báðir hvernig það endar.

ég veit ekki hvaðan sýrlendingar fengu efnavopnin sín.  ef þú segir þau koma frá rússlandi, þá skal ég trúa þér samstundis.  því sýrland er á rússnesku áhrifasvæði....ágætt til þess að hugsa að efnavopn komi ekki bara frá okkur vesturlandabúum.

bandaríkin fjárfesta í uppreysnarhópunum í sýrlandi....blindandi eins og þeir sjálfir hafa viðurkennt óbeint.  sífellt tönglandi á því að þeir óttist al-qaeda stríðsmennina, á sama tíma og þeir segja Assad vera endurborin hitler eða eitthvað bjánalegra...

...það er auðvelt að lesa sér til um í allskyns heimildum hvernig bandaríkin fjárfesta í uppreysnarmönnunum.  vinaþjóðirnar í kring, qatar og saudi arabía og slík lönd senda vopn til þeirra.

....rússar vopna svo auðvitað sýrland, ásamt íran.  held að allir viti það.

það er rétt hjá þér Jóhann, að fjárhagurinn er bágur í bandaríkjunum.  kannski setur Obama heimsveldið á hliðina....ef hann skýtur þessum flaugum á sýrland  :)

ég hef aldrei haldið því fram að ég sé sérfræðingur í einu né neinu.  enda er ég það ekki...

...ég kann það vel sem ég veit.  það sem ég veit ekki um, læt ég vera.  en ég veit mína vitneskju alls ekki á mbl eða vestrænum fjölmiðlum.  ég les mér til um löndin fyrir botni miðjarðarhafs af ánægjunni einni saman.  ég fylgist með fjölmiðlaumfjöllun í mörgum af þessum löndum líka.  ásamt því að ég fylgist auðvitað með því hvernig þessum fréttum er farið í vestrænum fjölmiðlum.  ég les mér til um hlutina út frá mörgum vinklum.  því ég vill geta skilið það sem er að gerast út frá báðum aðilunum.  ég vill skilja af hverju Assad gerir það sem hann gerir.  á sama tíma vill ég skilja af hverju bandaríkin gera það sem þau gera....og koll af kolli.

...þar sem afstaða bandaríkjanna og evrópu er fremst á baugi á mbl þá legg ég meira púður í að koma hinum hliðum málsins á framfæri.  ég þoli ekki fjölmiðlaumfjallanir frá aðeins annari hlið málsins.

...og eitt enn Jóhann.  ef ég tæki mig það alvarlega, að þykjast vera einhver sérfræðingur.  þá mundi ég ekki svara athugasemdunum frá þér :)

hafðu það gott í Houston.

kv.

el-Toro, 6.9.2013 kl. 11:58

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að niðurstaðan verði að mankynsagan komi til með að skrá Gaddafi (vann fyrir gæjan í tvo ár) og Assad fjölskyldan (hef oft verið í Damaskus) verði þekkt fyrir illvirki og lítið annað.

Þegar Anwar El Sadat þriðji Forseti Egyptalands var myrtur 6. óktóber 1981 var ég staddur í Sádi Arabíu og var að hlusta á rússnenska fréttastöð þegar ég heyrði um morðið. eftir circa 1/2 tíma þá setti ég á BBC og hlustaði á svipaðar frétt þar, eftir circa annan hálftíma þá hlustaði ég á Voice of America.

Það var eins og þessar 3 fréttastofur væru að lýsa 3 mismunandi atburðum.

Með öðrum orðum allar þrjár fréttastöðarnar voru með sitt propaganda þegar fréttamenn lýstu atburðinum og enginn hafði þetta 100% rétt, nema það að Sadat Forseti hafði verið myrtur.

En við höfum svipaðan hugsunarhátt; þó svo að það sé skrifað í Moggan, so to speak, þá er það ekki endilega rétt. Og um að gera að fá eins margar hugmyndir um það sem er að gerast frá eins mörgum sjónarmiðum og hægt er.

Munurinn á okkur er sá að mér ar alveg nákvæmlega sama hvað er að gerast í Sýrlandi og Líbýu og hver er að fjármagna og reina að hafa áhrif á hvað er að gerst í þessum löndum. Með öðrum orðum þetta er ekkert hitamál fyrir mig.

Þér aftur á móti er ekki sama hver er að fjármagna eða reina að hafa áhrif á það sem er að gerst í Sýrlandi og Líbýu og þetta er mikið hitamál fyrir þig.

En hvorugur okkar getur gert nokkurn skapaðan hlut í þessum Sýrlands og Líbýu málum, nema setja hugmyndir okkar á prent í bloggi.

Heldur þú að þú yrðir svona mikill uppskafningur við að vita eitthvað svolítið meira um Sýrland og Líbýu en ég, að þú mundir ekki svara athugasemdum frá mér.

Góða helgi el-Toro og vonandi verður veðrið skikkanlegt fyrir þig þessa helgi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 6.9.2013 kl. 14:49

12 Smámynd: el-Toro

sælir,

það sem liggur fyrir mér varðandi bloggin um það sem er að gerast í sýrlandi og í líbýu á sínum tíma.  er að koma með upplýsingar úr hinni áttinni.  eins og þú nefnir réttilega þegar Sadat var myrtur, komu þrjár mismunandi útgáfur.

það fer voðalega í taugarnar á mér að lesa fréttir sem eru framreittar fyrir fyrir okkur, án þess að takast á við báðar hliðar málsins.  það breitist sjálfsagt aldrei hjá mér....né heldur breitast fjölmiðlarnir í heiminum í þá veru.

...ég vel mér samt ekki hliðar lengur í átökum stórveldanna rússlands og bandaríkjanna.

að lokum:

ef ég má hnísast....því áhugi minn liggur á þessu sviði :)

hvaða ár varstu að vinna fyrir líbýu ?

minnir að ég hafi lesið hjá þér áður að þú hafir verið flugmáður, er það rétt ?

í hvaða löndum afríku og midle east hefurðu unnið í ?

mér grunar að gaman væri að spjalla við þig um þá tíma.

kv,

Svavar

el-Toro, 8.9.2013 kl. 11:52

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég mundi nú helst vilja að fréttamenn skrifuðu um atburði eins og þeir gerast, ég hef engan áhuga á að vita hvað fréttamönnum finst um atburðinn og þeirra álit um það sem var að gerast.

Ef ég man rétt þá var ég í Líbýu 1981-1983 og flugvélin sem ég var að fljúga var notuð minstakosti einu sinni eða tvisvar sem decoy fyrir flugvélina hans Gaddafi. Með öðrum orðum flugvélin okkar fór á rauðadregilinn og flugvélin með Gaddafi fór í cargo section. Ég var ekki sjálfur í þessum ferðum.

Sádi Arabía og Egyptaland hafa verið lönd sem fyrirtækin hafa verið í sem ég hef unnið hjá í Mið-Austurlöndunum, en eins og þú veist þá sitja flugmenn í ýmsum löndum og ýmsum borgum jafnvel í nokkra dag og kinnast svolítið því sem gengur á.

Í þeim löndum sem ég hef verið í þá er það Nígería og Líbýa sem að ég fór/fer ekkert út af hótelinu og held mig aðallega á herberginu, nema að fara út á flugvöll og þá yfirleit með vopnuðum vörðum.

En svona er nú lífið í þessum löndum og það hefur sýnt sig í gegnum árin að það skiptir engu máli hver eða hvaða grúppa stjórnar þessum löndum í Mið-Austurlöndum. Það er alltaf farið illa með almúgan.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 8.9.2013 kl. 13:28

14 Smámynd: el-Toro

þú ert sjálfsagt hafsjór af fróðleik um dvalir þínar í þessum löndum.  ég yrði ekkert svekktur að heira af þeim fleirum frá þér...

við tökum það oft sem gefins hérna á vesturlöndum, hversu áhyggjulaust það er að skreppa út í næstu búð, ganga laugarvegin...

...meðan slíkt getur í mörgum löndum kostað líf og limi fólksins.

ef saga 20. aldar hefur kennt okkur eitthvað í mið austurlöndum og norður afríku....þá er það einmitt það sem þú kemur inn á varðandi stjórnvöld....en almúgin þarf alltaf á endanum að súpa seiðið.

...meira að segja í ríku landi sem líbýa var.  þar var náttúrulega ósnertanleg elíta í kringum gaddafi fjölskylduna.  og það var sáralítil endurnýjun, alltaf sömu gömlu kallarnir sem stjórnuðu.  og þegar matvörur hófu að hækka um heilan helling og fátækasta fólkið hafði vart lengur efni á að fæða sig og sína....þá varð það náttúrulega auðveldara að koma þessari uppreysn á koppin.

el-Toro, 10.9.2013 kl. 10:19

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki veit ég hvort matur var dýr í Líbýu, en ég held að hann hafi verið að skornum skammti.

Ég fór einu sinni í stóran super-market í Tripólí til að kaupa klósettpappír af því hótelið sem ég var á sagði að það væri ekki til klósettpapír í landinu.

Það var rétt hjá hótelinu enginn klósettpapír og hillurnar í super-markaðinum voru að mestu tómar.

Flugum oft til Evrópu svo þar var keyptur klósettpapír og það sem við borðuðum.

Kall greyið hann Gaddafi verður skráður í söguna sem illmenni sem fór illa með þjóð sína.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 11:36

16 Smámynd: el-Toro

samt var líbýa lang ríkasta land afríku áður en nato sprendi uppreysnarmenn til valda.

...þó get ég vel trúað því að Líbýa hafi verið fátækt land á 9. áratugnum.  enda landið lokað fyrir umheiminum á þeim tíma.  að mig minnir sökum vina okkar í bandaríkjunum...

...en einnig sjálfsagt sökum fjölda búða hryðjuverkahópa á Cyrenuskaganum.

Gaddafi fer að sjálfsögðu í sögubækurnar sem við skrifum sem illmenni.  en það eru skiptar skoðanir á honum í Líbýu, og hafa verið....

...hans akkelishæll er náttúrulega sá að hafa haldið sjálfum sér á valdastól í rúm 40 ár.   svo slíkt sé hægt þarf að hafa aga á liðinu, sem hefur óneitanlega áhrif á lýðræðisþróun í landinu og fælir þá frá honum sem minna mega sín.

þú verður að afsaka Jóhann.  en ég hef óf mikin áhuga á árunum þínum þarna til að spyrja ekki...

...en fluguð þið til Bari eða Aþenu þegar þið fluguð yfir til Evrópu ?

...fluguð þið með hjálpargögn eða bara hvað sem var ?

maður bölvar því oft að vera fátækur og fastur á klakanum og komast ekki út í hinn stóra heim til að upplifa hann....en þú mátt alveg segja mér ef þér finnst leiðinlegt að svala forvitni minni.

el-Toro, 10.9.2013 kl. 12:52

17 Smámynd: el-Toro

eitt enn ef ég má :)

hvernig flugvélum fluguð þið á þessum fyrstu árum níunda áratugarins þarna ?

el-Toro, 10.9.2013 kl. 13:09

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Við flugum til Naples og Malpensa á Ítalíu, París, London, Shannon, Dublin, Frankfurt, Ostende og Istanbul. Ef ég man rétt á þessum tveimur árum þá fórum við einu sinni eða tvisvar til Aþenu.

Staðir í Líbýju voru Tripólí sem var okkar base, Bengashi og einn staður inní miðri Líbýju sem mann ekki í augnablikinu nafnið á.

Það var nú ekki meiri embargo/útfluttningsbann á Líbýju en það að olíuni var dæld í skip í Líbýju, svo fóru skipin til Írlands, köstuðu ankerum þar og biðu í 3-4 daga, þá var olían orðin Írsk og svo var haldið áfram með olíuna til USA.

Eins og menn reka sig á sem nenna að skoða málin að það er ekki allt rétt sem menn lesa í, Mogganum, so to speak.

Sem sagt það var aldrei neitt raunverulegt útfluttnings bann á Líbýju, bara skrum hjá stjórnmálamönnum.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 13:19

19 Smámynd: el-Toro

sælir,

ekki hafði ég hugmynd um þessi olíuviðskipti á sínum tíma frá líbyu.  en sjálfsagt er ekki hægt að lesa sér til um slíkt....heldur þurfa menn að hafa verið á svæðinu og séð slíkt....ýminda ég mér allavega.

ég get samt alveg séð slíkt og þú lýsir geta gerst.  því eins og þú nefnir réttilega, þá var þetta bara skrum hjá ráðamönnum.....enda ásæluðust þeir olíuna þeirra nægilega mikið til að fara framhjá eigin bönnum...

....en það er nú ekkert nýtt varðandi "alþjóðasamfélagið"...að taka það sem það vill, en neita viðkomandi landi um það sem það vill.

...endilega Jóhann, ef þú átt svona magnaðar sögur til á lager hjá þér.  þá hef ég alltaf gaman af hlutum sem nær ógjörningur er að lesa sér til um á netinu.

el-Toro, 11.9.2013 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband