ansi margir skólausir í sýrlandi, Sigmundur

nú veit ég ekki hvort þú lest mbl, verandi framsóknarmaður.  en kannski rambar þú á að sjá þessa færslu....

....því ætla ég að biðja þig að lesa þessa færslu Sigmundur....ÞÚ HEFUR GOTT AF ÞVÍ !!!!!

á síðustu mánuðum hefur það verið til umfjöllunar í ýmsum vestrænum fjölmiðlum, ásamt náttúrulega öðrum....að uppreysnarmenn hafi beitt efnavopnum.

nú hef ég ekki neinar sannanir fyrir því að þeir hafi beitt þeim....ekkert frekar heldur en ég og þú höfum sannanir að sýrlandsstjórn hafi beitt efnavopnum þann sama dag og skoðunarmennirnir komu til landsins.

það er kannski harði kjarnin í þessari efnavopna-umræðu....að engar sannanir liggja fyrir....bandaríkin segjast hafa sannanir fyrir því að Assad hafi beitt efnavopnum um dagin....EN ÞEIR ÚTSKÝRA ÞAÐ EKKERT NÁNAR, SÝNA ENGAR SANNANIR....

...það er eins og við eigum að taka orðum bandaríkjanna sem heilögum sannleik, án þess að fá að sjá sönnunargagnið...það virkar ekki fyrir mig og ætti ekki að virka fyrir aðra heldur.

hversu vitlausir halda menn að Assad sé...að skjóta efnavopnum sama dag og skoðunarmennirnir mæta á svæðið....dæmið gengur ekki upp svona!

en aftur að meginmálinu sem allt snýst um í Sýrlandi. það er sá kaldranalegi sannleikur þessa lands, að Bandaríkin hætta ekki fyrr en Assad er bolað frá völdum....þeir nota hvaða afsökun eða aðgerðir, hversu ólögmætar sem þær eru samkvæmt hinu mikla alþjóðlega samfélagi, til að koma honum frá völdum...

...það eru öll vopn notuð...fjölmiðlar líka !!!

meðan rússland, íran og bandaríkin sleppa ekki taki sínu af málefnum sýrlands og vinna ekki saman að lokum þessa hildarleiks. þá er engin önnur leið fær fyrir þetta fornfræga land nema glötun...því miður. sannleikurinn svíður.

hér að neðan er linkur að áhugarverði grein á wikipedia. en þar segir frá ungri stúlku sem kom fram í fjölmiðlum, grátandi að segja frá því hvernig íraskir hermenn hefðu murkað lífið úr ungum börnum og gert allskyns óskunda...en fljótlega eftir þetta sjónvarpsævintýri, þá hófu bandaríkin þáttöku sína, í sínu fyrsta gulf war.

...eftir að írak hafði verið hent út úr kuwait, var svo farið að kanna þetta betur. þá kom í ljós að þessi stúlka var dóttir sendiherra kúwait í bandaríkjunum og hafði í raun aldrei komið nálægt neinu sjúkrahúsi í kuwait og saga hennar var vandlega skipulögð af "public relaition company", sem nefnist enn í dag Hill & Knowlton. en þetta fyrirtæki sá um fjölmiðlaherferðina fyrir björgun Kuwait eða Citizens for a Free Kuwait ....og var borguð af emírunum í Kuwait til að skapa jákvæða hugsun bandaríkjamanna fyrir hernaði bandaríkjanna í kuwait....

....hringir þetta einhverjum bjöllum ?????

http://en.wikipedia.org/wiki/Nayirah_(testimony)

http://en.wikipedia.org/wiki/Citizens_for_a_Free_Kuwait


mbl.is Fótabúnaður Sigmundar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og hvað á Sigmundur að gera í þessu skóleysi sýrlendinga?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 6.9.2013 kl. 06:24

2 Smámynd: el-Toro

gamli gamli, er bara verið að lesa fyrirsagningar :)

en ég biðlaði efst í greininni til sigmundar að lesa greinina sem ég skrifaði við fréttina....

....Sigmundur getur lítið annað gert í skóleysi sýrlendinga, en að nefna það við herra Obama.

kveðja frá klakanum :)

el-Toro, 6.9.2013 kl. 11:21

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað heldur þú að Sigmundur mundi geta haft áhrif á Hussein Obama þegar þjóðin sem er 500:2 á móti þessarri flugeldasýningu í Sýrlandi geta ekki haft áhrif á þennan Nobel Peace gæja?

Ég ættla að stinga upp á svari; Sigmundur kemur til með að hafa akúrat engin áhrifa á Hussein Obama hvort sem Sigmundur hefði lesið þetta sem þú vilt að hann lesi. Ástæðan er að Hussein Obama er með narcissim personality.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.9.2013 kl. 14:05

4 Smámynd: el-Toro

sæll Jóhann. 

ég er alveg sammála þér þarna.  auðvitað getur sigmundur ekki haft áhrif á mann sem er ekkert annað en málgagn elítunnar í bandaríkjunum.  obama ræður vart sjálfur hvað hann segir.  allt verður að bera undir auðvaldið.

en auðvitað í kjánaskap mínum, þá vonaðist ég aðeins að hann mundi lesa þessa grein.  annað var það nú ekki hvað greinina varðaði.

el-Toro, 8.9.2013 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband