20.5.2007 | 18:55
til fjölmiðla vesturlanda
hvaða máli skiptir það fyrir fréttir af átökum í múslima löndum að öfgasinnaðar hersveitir séu tengdar nafni al-qaeda????? það væri frábært ef einhver ritstjóri eða ábyrgðarmaður fjölmiðla í landinu gerði grein fyrir því á vitsmunalegan hátt, hverju það breitti.
öll átök í mið austurlöndum hafa ekkert með al-qaeda að gera. eða þá osama bin laden, þessi gaur og samtök hans eru svo einangruð að hálfa væri nóg. það eina sem gæti hugsanlega tengt öfgasinnaða sunní herdeildir við osama bin laden og al-qaeda, er það að þeir líta á hann sem fyrirmynd sína. alveg eins og bandaríski
stjórnmálamenn dást að Rosavelt á sínum tíma.
osama bin laden og al-qaeda samtök hans eru aðeins tákn baráttu öfgasinnaðra bókstafstrúarmanna við vesturveldin. fólk lýtur upp til hans, mest megnis vegna ást Bandaríkjanna á að hata hann og kenna honum um hitt og þetta, t.d. 9/11.
það eina sem heldur osama bin laden í hugum fólks, er það að ekki má springa sprengja í mið austurlöndum án þess að búið sé að kenna al-qaeda um það strax. vestrænir fjölmiðlar skrá bin laden fyrir öllu.
ef þið fjölmiðlar mynduð sleppa því að nefna bin laden á nafn í hverri einustu grein ykkar um mið austurlönd, að þá mundi nafn hans gleymast. það er ekki eins og ef bin laden deyji að eitthvað myndi breytast. það yrði áfram sömu sprengingar og áður. þið fjölmiðlar eruð búnir að gera grílu úr manninum. grílu sem öfgamenn vilja líkjast.
en ætli fjölmiðlar vesturlanda fengju ekki skammir í hattin frá ríkistjórnum usa og bretlands og fleirri ef þið hættuð að nefna al-qaeda á nafni. þið færuð í skammakrókin.
37 látnir í bardögum í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Trípólí er í Líbíu ekki Líbanon!! Þessi frétt er bara bull.
Kári Magnússon (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 19:06
Já þeir eru stundum óheppnir með orðaval. Í síðustu viku voru t.d. fréttir af "herskáum Palestínumönnum". Að mínu mati hefur hlutleysi fallið um leið og orð af þessu tagi eru notuð.
Ásdís (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:09
það er einnig til borg í norður Lebanon sem heitir Tripoli. það er ekkert bull ;)
el-Toro, 21.5.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.