20.5.2007 | 19:23
ástæðan fyrir að ég kaus ekki
þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég kaus ekki.
að samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn færu í eina sæng.....greyin þau sem kusu samfylkinguna, ég finn til með ykkur. í dag skiptir voðalega litlu máli hvað maður kýs, þetta endar allt á sama hátt.
og til ykkar sem kjósa sjálfstæðisflokkin af því að hann er uppáhaldsflokkurinn ykkar, eins og K.R. er uppáhalds fótboltafélagið ykkar. er þetta það sem þið viljið...........????
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég kaus Samfylkinguna og ég verð að segja að ég hefði kosið vinstri stjórn en það er forvitnilegt að fá að vita hvað flokkunum tekst að koma sér saman um. Ég vona náttúrulega að baráttuefni Samfylkingarinnar komist í gegn því mín reynsla af Sjálfstæðismönnum er sú að þeir eru þrjóskari en andskotinn og eru á móti róttækum breitingum. Samanber tilmæli fyrrum forsætisráðherra Davíð Oddson sagði um daginn að breytingar gerðust best hægt. Ég get því miður ekki verið sammála honum því að ef að það á að gera einhverjar breytingar þá er byrjað á þeim en markmiðið næst aldrei ef að þær liðast áfram eins og snigillinn. Sumt finnst Sjálfstæðismönnum mega gerast strax eins og ýmiss lög sem lögð hafa verið fram á alþingi.
Ég vona bara að ef að verður ný ríkisstjórn út úr þessu að hún verði afmennileg og sterk og standi þétt saman og sé allt öðruvísi en fyrri ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Ég hef bara eitt að segja við Ingibjörgu og Geir: ,, Gangi ykkur vel."
Agnes Drífa Pálsdóttir , 20.5.2007 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.