22.5.2007 | 10:24
Bandaríkin úræðalaus í Bagdad
það sem almenningur í Bagdad og öllu Írak hugsar fyrst og fremst um í dag, er öryggi sitt og sinna fjölskyldna. í dag er lífshættulegt að skreppa út í næstu kjörbúð að versla það nauðsynlegasta í matinn, eða þá að senda krakkana sína í skólann. það er einfaldlega jafn miklar líkur á því að fólk látist eða komi heilt heim til baka ef það þarf að fara út úr híbýlum sínum. þetta ástand er búið að vera sona síðan herra Bush lýsti því yfir að stríðið í Írak væri afstaðið, nokkrum mánuðum eftir innrás hersins.
annað sem liggur almenningi í Írak hvað næst hjarta, er orkuleysið í landinu. heimili eru sum hver ekki með rafmagn svo dögum skiptir. Bandaríkjamenn hafa ekki getað veitt Íröskum almenningi tvær af megin stoðum lífsins, sem Saddam gat auðveldlega boðið. atvinnuleysi er mikið á vissum svæðum í Írak.
þegar þessa hluti vantar í innvið samfélags eins og Írak sem hefur mátt þola einhliða innrás bandaíkja hers og þess breska, er ekki hægt að búast við öðru heldur en hryðjuverkahópar sanki að sér fólki sem hefur ekkert milli handanna, jafnvel búið að missa fjölskyldumeðlim eða fjölskyldumeðlimi. ög öll þessi spilling og mistök sem virðast hrannast upp dag eftir dag. þetta fólk getur ekki með sinni samvisku tekið undir þann áróður Bandaríkjanna að lífið sé mun auðveldara heldur en þegar Saddam stjórnaði.
hver mistök sem við lesum um og hver sprengjuárás sem við lesum um dregur lausn vandans um sirka ár, hvert skiptið. það er ekki hægt að ætla að Írak fari að finna fyrir lífskjörum sem jafnast á við þau sem þau höfðu undir Saddam fyrr en eftir fimmtán ár, kannski tuttugu ár.
skyldi koma til byltingar fyrir þann tíma. ég yrði ekkert undrandi.....
Tuttugu og fjórir létust í bílsprengju í Bagdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.