hálfgert fyrsta skref en....

það er alltaf jákvætt að lesa um að Írakar sjálfir séu að reina að stemma stigum við ofbeldið í landinu.  það er og verður ávalt í þeirra höndum að leiða þetta ástand til lyktar.  bandaríkjaher er aðeins stuðpúði þarna, passar að ekki sjóði endanlega uppúr.  herinn getur samt aldrei leitt óöldina til enda.  til þess er of mikil andstæða innan Íraks við herinn og bandaríkin.

það versta við þennan fund er að það vantaði fulltrúa stærsta fulltrúa sunní hryðjuverkahópanna, eða þeirra sem eru á móti Bandaríkjunum, og þeirra sem ráðst gegn almenningi í Írak (shia aðalega).  einnig vantaði á þennan fund fulltrúa shia hryðjuverkahópanna sem ráðast á sunni múslima. 

þessar fylkingar sem hittust í dag, eru einfaldlega ekki allar fylkingar í Írak.


mbl.is Áhrifamiklir fulltrúar sjíta og súnníta leita sátta í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

sæll Skúli,

ég á eintak af kóraninum eftir Helga Hálfdanarson.  ég fer að þínum ráðum og glugga í þessa kafla sem þú bentir mér á.  það er gott að vita til þess að maður eins og þú (vesturlandabúi) skulir hafa slíkan áhuga á kóraninum.  og það sem best er að dreifa því svona eins og þú gerir á blogginu.  ómældar þakkir færðu fyrir það.  ég get lært mikið af þér í sambandi við kóranin sé ég.

ég er hinsvegar ósammála þér að kóranin eða islam trúin sjálf sé undirrótin að því sem sé að gerast í Írak, Gaza og Lebanon.  auðvitað á trúin og shia og sunni stóran hlut hjá heittrúuðm múslimum í þessum löndum.  en það er ekki nema 5-10% af fólkinu í þessum löndum sem eru svo heittrúuð.  þessi hópur er því miður mjög áberandi, sérstaklega í fréttum á vesturlöndum.

auðvitað er ágreiningur á milli sunni og shia.  það er líka ágreingur á milli kaþólikka og mótmælenda eða grísku rétttrúnaðar kirkjunnar.  þessi ágreiningur shia og sunni er auðvitað mismikill er þú lítur yfir svæði í þessum löndum, ef þú tekur sýslurnar í þessum löndum sérðu mikklar sveiflur á milli ágreinings shia og sunni.

það sem er að hjá almenningi í Lebanon, Palestínu, Írak og Afganistan er einfalt.  almenningi sem vil lifa eðlilegu lífi áhyggjulaust, getur ekki leift sér þann eðlilega munað.  fólk hrærist og lifir í ótta og öryggisleisi.  það veit aldrei hvernær það sjálft verður myrt, börnin þeirra, foreldrar eða nánir ættingjar.  það er öryggisleisi sem hrjáir hinn almenna borgara í þessum löndum.  og hvort sem okkur líkar það verr eða betur, að þá er þessi almenningur í kringum 90% íbúafjölda þessa landa.

þegar innviðir þessara landa eru skoðaðir kemur best í ljós hvar vandamálið liggur.  skólar eru lélegir, litla og illa borguð vinna, félagslegt öryggi er í molum.  þetta fólk lifir á steinöld miðað við okkur í vesturlöndum. 

úr brostnum innviði landanna skapast möguleikar fyrir hina heittrúðu bókstafsmenn til að vinna fólk á sitt band.  enda þegar illa gengur hjá fólki, sama hvaða trúar það er, leitar fólk alltaf í trúnna.  öfgasinnaðir bókstafstrúarmenn hafa sett ljótan blett á trú múslima með því að nýta hana til að fá fólk til að gera sjálfsmorðs árásir.  eitthvað sem almennum borgurum þessa landa finnst miður.  þarna er verið að nýðast á fólki með trúnna.  en ástæðan er kannski sú að fólk hefur stritað allt sitt líf fyrir lítil sem engin laun, hefur aldrei haft efni á að ganga skólaveginn og hefur ekki efni á að senda börn sín heldur í skóla, hefur misst alla fjölskyldu sína vegna sprengjuárásar öfgasinnaðra hryðjuverkamanna.  eðlilega er þetta fólk beiskt á tilveruna.  aðveld bráð fyrir bókstafstrúarmennina sem lofa þeim skólagöngu í madrads trúar skóla þar sem þeir fá kennslu í rangri túlkun á íslam, og þar fram eftir götunum.

svo verðum við alltaf að muna eftirfarandi.  alveg sama um hvað við erum að tala um.  "SANNLEIKURINN HEFUR ALLTAF TVÆR HLIÐAR".

bókstafstrúarmenn ættu að mínu viti ekki að kallast íslamistar, heldur hryðjuverkamenn.

vissirðu að al-qaeda er ekkert annað en áróðurs-flokkur fyrir hryðjuverkum???  al-qaeda bar ekki ábyrgð á 9/11.  þeir sem framkvæmdu árásina fengu fé úr mörgum sjóðum bókstafstrúar-flokkum út um allan heim, t.d. al-qaeda.  en það hefur aldrei sannast að al-qaeda hafi haft neitt með ráðabruggið að gera.  enda fjármögnuðu þeir ásamt öðrum fullt af aðgerðum sem sumar tókust en aðrar ekki.  þeir sprengdu aldrei sjálfir.

bandaríkjamenn nota al-qaeda sem grýlu til að viðhalda "war on terror".  það er staðreind sem fólk getur ekki annað en viðurkennt eftir að hafa kynnt sér þau mál.

ég mæli með bókinni "al-qaeda" eftir Jason Burke.  þar rannsakar hann al-qaeda í gegnum skjöl t.d. frá fbi, cia og leiniþjónustu pakistans og fleirri stofnanna.  þú lítur ekki á al-qaeda sömu augum eftir lesninguna.

ég ætla að vona að mér hafi tekist að gefa þér sýn inn í hugarheim almennings í þessum löndum.  því það er hann sem skiptir máli þegar um heildina er litið.  ég er sammála sumu hjá þér í sambandi við bókstafstrúarmenn íslams, en ég vill fyrir alla muni að þú yfirfærir þær hugsanir yfir á almenning.  múslimar eru samskonar fólk og við hin á vesturlöndum.  múslimar geta verið trúrækir eins og við kristna fólkið.  ég meina hvað er til mikið af þessum sértrúarsöfnuðum bara hér á íslandi???  og svo er til fólk sem er eins og ég og þú, hefur áhuga á trú en iðkar hana ekkert meira heldur en við kristna fólkið.  það kom mér á óvart að lesa um trúleisi í Teheran um daginn.  en almenningur þar er ekkert öðruvísi heldur en vesturlandabúar.  það er bara þessi islamista frontur sem er á Íran.

bestu kveðjur,

Svavar

el-Toro, 23.5.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband