vesturlönd að verða að rasistabæli

hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamista hefur þá tekist að búa til brú milli menningarheima á vesturlöndum.  enda er það eitt af helsta markmiði þeirra er þeir sprengja sprengjur sínar á vesturlöndum.  það er algjört eitur í beinum hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamista, er þeirra fólk, arabar blandast vestrænu fólki og siðum þeirra í löndum vestrænna manna.  það er ekkert meira sem fer fyrir brjóstið á þessum öfgafullu bókstafstrúarmönnum en arabi sem t.d. hefur gaman af því að fara á mcdonnalds með fjölskyldu sína.

eftir 9/11 hefur verið rekin gegndarlaus áróður um war on terror, sem hefur ekki skilað neinu örðu, nema ótta vesturlanda búa til araba.  almenningur á vesturlöndum hefur lítinn sem engan áhuga á því sem er að gerast í mið austurlöndum.  enda lifir það bara sínu lífi eins og hinn almenni arabi gerir í sínu landi.  en þegar allar þessar öryggisáherslur hvarvetna í hinu vestræna samfélagi gera vestrænu fólki erfitt fyrir.  að þá fer fólk að fussa og sveija yfir þessum aröbum.  þó svo að ekki nema 5% af öllum aröbum í heiminum séu heittrúaðir, og þá á ég við svo heitttrúaðir að þeir séu tilbúnir að gera allt til að vernda múslimskt samfélag.  það er svo ekki nema brot af þessum 5% af múslimum sem eru það geðveik á geði að þau vinna í því að ráða sjálfsmorðssprengjumenn.

svo náttúrulega er þetta blesaða Írak stríð.  Bush og Blair munu hafa það á samviskunni þangað til þeir kveðja þennan heim.  það var tækirfæri á því eftr afganistan að loka á hryðjuverkamennina, með því að ekkert land myndi hýsa þá.  en þá þurfti Bush að splundra Írak.  landi sem öfgasinnaðir múslimar hefðu aldrei getað náð fótfestu í, sökum þess að Saddam var af gamla skólanum, og studdi hryðjuverkamenn sem börðust fyrir sjálfstæði Palestínu.  en sá merki karl, hann Saddam, hann var ekki hrifinn af trúnni, svo hann hefði sent madhi herinn sinn á alla þá hópa sem hefðu reint að koma sér upp skjóli í Írak (íslamista).  Saddam var hinsvegar ansi hændur kóraninum eftir að hann var gómaður.  Saddam verður ekki dæmdur af sunni eða shia múslimum strax.  ekki fyrr en allt er orðið rólegt í Írak.  eftir sirka tuttugu ár, insjallah.

almenningur á vesturlöndum þarf að mjaka skoðunum sínum aftur til umburðarlyndis og gestrisni, hætta þessum skætingi út í þetta fólk.  því þegar á allar hliðar er litið, að þá er þetta fólk eins og við. nema hvað það hefur það mun verr en við.


mbl.is Mannréttindasamtök segja öldu útlendingaótta fara um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

smá ábending. Íslam í hnotskurn, ef þú ert Íslams trúar þá talar þú ekki gegn öðrum sem eru Íslams trúar, ef þú gerir það þá vanvirðir þú vilja Allah. Svo ef 5% eru öfgamenn og restin þorir ekki að gera neitt eða segja neitt, því það vill ekki styggja Allah og eða vanvirða minningu Muhamad því ef þú gerir það þá ertu réttdræpur og fellur undir Fahtva.  Þá sérðu það eina skiptir máli eru nákvæmlega þessi 5%.  Það eru þessi 5% sem eru allt um koll að keyra.

bendi þér á þennan þráð falda Moskan

Linda, 25.5.2007 kl. 03:36

2 Smámynd: el-Toro

Linda mín, þetta er eitt mesta bull sem ég hef lesið lengi.  þú talar eins og öfgafullur bókstafstrúarmaður.  ertu það???? :)

lestu þér frekar til um sögu þessarra þjóða, heldur en að velkja þér upp úr slíku rugli sem þú ert að skrifa um hérna.

fólkið í mið-austurlöndum á það ekki skilið að talað sé svona niðrandi til þeirra.

el-Toro, 27.5.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband