merkilegur fréttaflutningur

þetta er alveg einstalega fáránlegur fréttaflutningur!!!!!  ég er ekki bara að skammast út í mbl.is, heldur allar vestrænu fréttastofnanna.

fréttin er um kjarnorkunýtingu írana.  þar sem þeir ætla að nota kjarnorkuna til að framleiða orku, alveg eins og vesturlöndin.

en um hvað fjalla fréttir vesturlanda.....jújú.....þeir eru að fara að byggja kjarnorkusprengju.....!!!

það rétt svo kemur fyrir í fréttum af kjarnorku iðnaði írana að þeir séu að þessu til að framleiða rafmagn.  allar fréttirnar eru ekki um annað en þeir séu að fara að byggja sprengjur.  þetta er ekkert annað en hræðsluáróður og heimska.  hvað ætla íranir að gera.....sprengja ísrael.....í guðana bænum.  íran stjórn er kannski trúarkreddu stjórn, en hún er ekki heimst.  þeir vita það vel að ef þeir senda eina litla kjarnorkusprengju upp í loftið, að þá koma bandaríkjamenn og sprengja þá til fornaldar.  þeir myndu aldrei hætta á að sprengja kjarnorkusprengju.

þessi hræðslu áróður sem hefur verið í gangi hérna á vesturlöndum síðastu ár um að íran sé að verða kjarnorkuveldi, gerir ekkert annað en að breykka bilið á milli menningarheima múslima og kristinna.  og svo eru menn undrandi á því að umburðarlyndi sé farið að minka í garð múslima.  við getum bara kennt okkur sjálfum um.  við vesturlandabúar eru rasistar frá toppi til táar.  það er kominn tími til að við viðurkennum það, og tökumst á við það.


mbl.is ElBaradei segir Írana geta smíðað kjarnorkusprengju á 3-8 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Bandaríkjamenn hafi nú sýnt, með innrásinni í Írak, að fáar þjóðir í heiminum eru óhultar nema þær hafi kjarnorkuvopn til að verja sig með. Það kemur því varla á óvart að þeir vilji geta varið sig, þ.e. ef það er það sem þeir ætla að gera við kjarnorkuna. 

Eysteinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: el-Toro

sæll Erlingur,

til þess að geta rætt um svona hluti þarft þú að hafa þekkingu til þess.  þau ummæli að þeir vildu sprengja Ísrael til fornaldar voru sögð á fundi með yfirskriftina "Sionistar burt".  þetta er minnir mig árlegur fundur þar sem múslimar koma saman í Teheran til að bölva sionista samfélaginu sem stjórnar ísrael í dag og hefur gert frá stofnun þess.  þarna eru samankomnir klerkar úr hinum og þessm stéttum múslima hvar sem er í löndum araba.  og þeir eru langtum flestir gríðarlega öfgasinnaðir í sinni hugsun, bókstafstrúarmenn.  þessi hópur manna í Íran, kaus núverandi forseta landsins í síðustu forseta kostningum.  amendiaj (ógerlegt að stafsetja nafnið hjá blessuðum karlinum) þarf á þessum mönnum að halda þegar kostningar eru í íran.  þetta er hans bakland.  þess vegna æpir Amandijah á þessum fundum fullt af niðrandi hlutum um Ísrael.  til dæmis að sprengja það til steinaldar. 

þetta hefur verið flokkað undir áróðursherferð forsetans af fréttaskýrendum á vesturlöndum.  það er það sem þessi ummæli eru.  það er staðreind, alveg sama hvort fólk vill trúa því eður ei.

íranir vita það jafnvel og ég og þú, að ef þeir skjóta kjarnorkusprengju á eitthvert land, að þá verða þeir jafnaðir við jörðu.  svo vitlausir eru þeir ekki að vita það ekki.

ég vona að þetta skýrir fyrir þér svolítið hvernig staða mála er þarna.  ef þú vilt lesa meira um þessi mál.  að þá endilega kíktu á bloggið hjá mér. 

kv,

Svavar

el-Toro, 24.5.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: el-Toro

mín skoðun á því hvað íranir ætla að gera við kjarnorkuna er sú að fyrst og fremst verði hún notuð í að framleiða rafmagn.

en á hinn bóginn er ég líka nokkuð viss um að einhver vinna er bakvið tjöldin um þróun að kjarnavopnum, sem þeir myndu framleiða síðar þegar orkuþörf landsins hefur verið fullnægt.

ég er líka á því að ef Bandaríkjamenn hefðu ekki verið með þessi læti í byrjun þegar ljóst var að íran væri að framleiða kjarnorku, að þá væri íran ekki að hugleiða kjarnavopn til að forðast innrás bandaríkjanna.

el-Toro, 24.5.2007 kl. 23:37

4 identicon

Ef Kjarnorkuver  er svona hræðileg hvernig stendur á því að Bandaríkin eru sjálf að fjölga þeim mjög mikið .. hmm til hvers ? jú einmitt þeir þurfa að búa til rafmagn .. og líka frakkar og fleiri með nýjustu kynslóð af kjarnaofnum .. það væri meira vit að hjálp þeim að byggja örugg kjarnorkuver enn hitt...  

.. það var einmitt málið með Rússa og Írak á sýnum tíma...

Það er margt annað sem er ekki safe tildæmis allt gamla efnavopnadraslið sem er ekki hægt að hreyfa við í usa .. 

annars er ég ekki hlyntur þessari orku þar sem ruslið frá henni safnast bara upp ...

arrg (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 01:12

5 identicon

Svavar ... þú kemur með eitthvað svar gegn Eysteini sem heldur engu vatni?

 Ég var í Íran í ferðalagi sl 3 mánuði, og eftir það ferðalag er ég heldur sleginn. Forsetinn, eins og þú einhvernveginn tókst sem létt kosningaráróður, hefur opinberlega lýst yfir því að hann vilji útmá Ísrael af kortinu (þetta er til á myndböndum og hljóðritunum: google "iran president destroy israel" .

Ég gæti haldið áfram í margar blaðsíður um ástand landsins, ótrúlegri kúgun stjórnvalda etc .... en hvernig getur þú látið svona staðreynd fljúga framhjá eins og þetta sé bara "bragð til að ná í atkvæði" .... svo ég hljómi nú eins og unglingarnir .... COMEON, er ekki í lagi?

Gunnar (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 02:35

6 identicon

Gleymdi að taka það fram í ofangreindu svari, ég er ekki að taka neina afstöðu til sjálfsags réttar Íran að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Ég er einungis að benda á það að hvernig er hægt að réttlæta kjarnorkurannsóknir undir mönnum sem hafa sagt, og segja um önnur ríki í námnuda við þau að það eigi að útrýma þeim...

Gunnar (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 02:38

7 identicon

Gunnar: Hvað var svona sláandi, annað en stefna stjórnvalda? En ástandið er slæmt já, þökk sé viðskiptabanni okkar. Hvar varstu í Íran og hvað hafði fólk landsins um ástandið að segja?  Ertu með blogg?

einar (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 02:53

8 Smámynd: el-Toro

Gunnar:  það er alveg lámark að lesa það sem ég skrifa, ef þú ætlar að koma með athugasemd....!!!

ég hef mjög mikinn áhuga á að hlusta á mismunandi skoðanir í þessu máli sem öðrum sem ég blogga um.  því það er einmitt svo áhugavert við málefni þessarra þjóða við botn miðjarðarhafs hversu mismunandi skoðanir maður hefur.

það er í raun frekar erfitt að svara svona athugasemd frá þér.  sér í lagi þar sem í engu máli tengdu Íran er hægt að alhæfa eitt né neitt.  það sem ég benti á í minni athugasemd vegna hótana forseta írans í garð Ísrael, var við hvaða tilefni forsetinn tilkynnti um ósk sína að tortýma Ísrael.  alveg eins og ég get farið á google og skoðað það sem þú varst að benda mér á, getur þú fundið á netinu heimildir fyrir því að þessi ræða var flutt í áróðurskyni.  það er einfaldlega staðreind.  þessi ræða var lesin fyrir mjög svo sérstakan hóp hlustenda sem hatar sionista. 

þú segir að þú hafir verið í íran í þrjá mánuði og orðið vitni af ótrúlegri kúgun stjórnvalda.  veistu það Gunnar, ég gæti alveg eins skroppið til yfir helgi til Færeyja og sagt að færeyjingar séu kúgaðir vegna þess að myndin Da´vinci lykillin var þar aldrei sýndur í bíó, vegna þess að þeir sem eiga bíóin í Færeyjum eru mjög trúræknir menn eins og færeyjingar eru upp til hópa.  en veistu hvað Gunnar.  ég lýt á fleiri atriði, og brátt kemst ég að því að færeyjingar eru mjög svo glaðlynd þjóð, annt um sína menningu og sögu og fleira eftir götunum.  og það sem mestu skiptir, þeir lifa sínu lífi í því þjóðfélagi sem þeir alast upp í og kvarta ekkert meira heldur en við ísendingar erum vanir að gera.

ég hef lagt mig fram í því að lesa sögu mið-austurlanda á þeirra egin forsemdum.  ekki á forsemdum vesturlanda eða sem íslendings.  ég les sögu mið-austurlanda sem ég væri frá þeim stað sem ég les um.  að mínu mati gefur það mér forskot á skilning á ýmsum málum landa þar.  nú er ég ekki að segja að ég viti betur en aðrir.  ef það er eitt sem ég get staðfest, er það að sannleikurinn hefur ávalt tvær hliðar.

og þegar þú Gunnar, talar um kúgun fólks í Íran án þess að tilgreina hverskyns kúgun er um að ræða, að þá verður þetta ekkert annað en innantóm orð.  orð sem hafa eng merkingu.  þú verður að rökstyðja athugasemdir þínar.  ef þú hefur orðið var við kúgun í íran, og ég veit vel að kúgun á sér stað í þessu landi, það er ekki málið.  kúgun gegn bahá´í í norður íran er löng og mikil.  íranar hafa alltaf reglulega ofsótt fólk af kúrdiskum uppruna, þó svo þeir hafi stutt þá í írak þegar saddam var við völd þar.

en ég geri nú ráð fyrir því að þú sem ferðamaður í íran hafir ekki séð slíkt, að þá hlít ég að spyrja mig að því hvað þér finnist vera kúgun???  finnst þér konur vera kúgaðar þegar þær hylja á sér hárið???  finnst þér fólk vera kúgað vegna þess að það býr við fáránlega mikla fátækt???

mannréttindastaðall okkar vesturlanda er svo mun hærri heldur en þeirra í íran og fleiri löndum.  það sem okkur á vesturlöndum blöskrar yfir er jafnvel eitthvað sem heimamenn í íran finnst ekkert tiltökumál.  heldur lifir sínu lífi og reinir að gera sér glaðan dag alveg eins og við á vesturlöndum.  til þess að geta fullyrt um kúgun almennings í einhverju landi, þarft þú Gunnar, að vera mjög fróður um innvið þeirra landa sem þú ásakar um að beita kúgunum sínum eigin þegnum. 

okkur á vesturlöndum blöskrar stundum þegar við sjáum múslimskar konur með sjöl sín yfir allt hárið.  en þessi sjöl þeirra eru aldargömul hefð.  og meira að segja eru til ákveðin sjöl sem segja til um hvernær stúlka sé lofuð karlmanni.  þetta er oft á tíðum staðfesting á því er stúlka hefur trúlofast.  sumar konur nota sjölin vegna þess að þeim finnst þau flott.  í sumum löndum er ákveðin tíska á sjölum, alveg eins og disel gallabuxur voru í tísku hér.

svo til að enda þetta hjá mér.  að þá finnst mér ég þurfa að minna alla sem nenna að lesa þetta bloggg og mín blogg, að forseti Íran er ekki sá maður sem tekur þá ákvörðun að senda kjarnorku sprengju á ísrael.  hann kemur ekkert nálægt þeirri ákvörðunartöku.  það eru klerkarnir í æðsta-byltingarráðinu sem taka slíkar ákvarðanir.

ég vona svo innilega að þetta útskýri eitthvað fyrir fólki sem er að velta sér upp úr þessum málum.  Gunnar, ég vona líka að þetta opni þér víðarri skylning á þessum heimshluta.

el-Toro, 27.5.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband