Bandaríkin í hnotskurn :(

ég þarf ekki einu sinni að lesa þessa frétt.  þvílikt og annað eins.  þarf að senda sérstaka farma af vopnum til að hægt sé að handsama þessa þorpara í fatah al-islam.  og þarf það að fara svo hátt að fjölmiðlar komist að þessu. 

múslimar í lebanon og palestínskir flóttamenn í lebanon hafa ekkert við þennan flokk hryðjuverkamanna að sælda.  þeir fyrirlíta fatah al-islam.  þetta eru glæpamenn í lebanon að þeirra mati.

en auðvitað kveikir það í múslimum í lebanon að herinn sé mættur á staðinn til að handsama þessa menn og sé við það að fara inn í flóttamannabúðirnar.  en í lok borgarastyrjaldarinnar var flóttafólkinu og múslimum lofað því að kristnir herflokkar færu aldrei inn í þessar búðir.  það var ákveðin trygging fyrir múslima að fjöldamorðin myndu ekki endurtaka sig.

her lebanon er undir yfirstjórn kristinna maronita.  það er ennþá í dag (eðlilega) togstreita eftir þessa rosalegu borgarastyrjöld sem geisaði frá ´75 til ´90.

þessi frétt er hún berst í eyru múslima sannar endanlega fyrir þeim að bandaríkjamenn, voldugasta ríki heims, gefur skít í þá.  þeir vilja aðeins halda völdunum hjá maronitum.  og hvað segir þetta fólkinu í palestínu, vesturbakkanum eða gaza, já eða í írak.

að bandaríkjamenn vilja ráða sjálfir hvað gerist í mið-austurlöndum.  þeim sem búa þar fá engan hljómgrunn hjá þeim.

þetta er ekki spurning um að fá nýjan forseta í Bandaríkjunum, heldur er þetta spurning að mínu mati um að stjórnkerfið í bandaríkjunum breitist.  að þessir harðlínumenn sem virkilega taka ákvarðanir í stjórnkerfi bandaríkjanna breitist.  fari að hugsa út fyrir landamæri bandaríkjanna.


mbl.is Bandaríkjamenn senda líbanska hernum skotfæri og útbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband