áróðursfrétt fyrir bush

flott áróðurs frétt.  eitthvað sem ætti að hitta í mark heima fyrir hjá bush.  enda minnir mig að bush sé nýbúinn að fá auka fjárveitinguna sem lét svo lengi á sér standa.

þetta hljómar svakalega vel fyrir vesælingin bush og aulana í ríkisstjórninni hans.  að hafa bjargað 41 íraka úr höndum al-qaeda.  þessari svaðalegu grýlu sem al-qaeda er.  skyldi bush hækka í næstu gallup könnun yfir vinsældir.

þessi frétt er svo fáránleg að hálfa væri nóg.  fyrir það fyrsta er al-qaeda ekki í írak!!!!  einhverjar leifa af al-qaeda eru ennþá eftir á landamærum afganistan og pakistan.  al-qaeda í dag, er ekkert annað en áróðursdeild (al-qaeda hardcore).  þessir hryðjuverkamenn sem eru í írak, og þá er ég að tala um þessa erlendu hryðjuverkamenn sem eru þar, fá stuðning frá yfir 50 sjóðum víðsvegar um heiminn.  vel má vera að einhver þessarra sjóða tengist al-qaeda eitthvað, en það er þá aðeins um peningasendingar, ekkert annað.  þetta er margsannað af sérfræðingum á þessu sviði á vesturlöndum.  írakar sjálfir tala um þessa erlendu bardagamenn sem hryðjuverkamenn, ekki sem einvherja gaura í stuttermabol með merki al-qaeda á.

helsta markmið þessara erlendu hryðjuverkamanna er að skapa sundrung í írak.  þeir líta á írak sem sitt síðasta vígi.  ef þeir verða undir í írak, hafa þeir ekki um neitt land að velja til að vera í.  engin lönd munu taka við þessum mönnum.  þeir yrðu handteknir í sínu heimalandi, allflestir á ég við.  þessir erlendu hryðjuverkamenn eru komnir ansi langt með að leiða írak út í borgarastyrjöld.  sérstaklega þar sem þeir eru farnir að sameinast innlendum andspyrnumönnum úr sunni flokkum.

al-qaeda er í dag ekkert annað en grýla fyrir almenning á vesturlöndum.  til þess gert að hafa okkur áhyggjufull svo við segjum lítið sem ekkert við því þegar bandaríkin heyja sitt blessaða war on terror, sem og vesturlönd minka frelsi okkar svo mikið að við erum farin að taka eftir því.  og jafnvel sumir vestrænir fréttamiðlar hafa skrifað um slík mál.

al-qaeda er ekki til.....!!!!    nema sem sem áróðursfélag fyrir öfgasinnaða múslima.

svo í lokin set ég stórt spurningarmerki við þessa íraka sem bandaríkjaher bjargaði úr höndum hryðjuverkamannana.....?  í fréttinni stendur að þeir hafi verið pyntaðir og misþyrmdir.  þar sem þessir erlendu hryðjuverkamenn (kallaðir al-qaeda af vestrænum fjölmiðlum) eru vanir því að ræna fólki, saklausu fólki og myrða það með köldu blóði og skilja svo eftir einhverstaðar þar sem þeir finnast fljótt.  þar er fólkið ekki pyntað.  því er slátrað á viðbjóðslegan hátt. 

afhverju allt í einu er verið að pynta fólkið????  voru þeir yfirheirðir af þessum hryðjuverkamönnum???  mér finnst það soldið ósennilegt, miðað við hvernig þeir hafa starfað í írak hingað til.  þeir myrða sem flesta til að egna mótherja sína til svipaðra gjörða svo þeir geti framleitt keðjuverkandi fjöldamorð sem á endanum lenda í borgarastyrjöld.

hverjir voru þessir 41 írakar????  voru þetta einhverjir aðrir heldur en almennir borgarar????  ég get ekki betur séð en þessir 41 íraki hljóti að hafa verið eitthvað hærra settir heldur en hinn almenni borgari.  mennirnir voru pyntaðir!!!!  í mínum bókum er það gert í yfirheirslum.


mbl.is 41 Íraka bjargað úr höndum al-Qaeda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það hefur bara verið passað betur upp á fræðsluefni kanans:

fyrir þá sem hafa geð í sér:  www.afterdowningstreet.com

Þessi síða gerði eina sprungu í stífluna sem er að bresta undan ógeðinu sem safnast hefur í uppistöðulónið - ég er að verða and-BNA-isti þvert ofan í vilja minn, enda svo margt og ólíkt fólk þar vestra.

Bragi Þór Thoroddsen, 1.6.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband