1.6.2007 | 00:19
af hverju er ekki búið að markaðsetja hvalkjöt á íslandi
ég væri alveg til í að smakka þetta. við verðum að geta selt þetta kjöt ef við ætlum að standa uppí hárinu á hvalveiðiráðinu. það segir sig sjálft.
hvernig væri að matbúa dýrindis hvalkjöt handa gömlu hippunum í greenpeace. þeir gætu kannski snúið sér að einhverju öðru ef þeim finndist þetta nú lostæti.
við verðum að getað selt þetta kjöt til einhverra annarra en japana ef útgerðin á að geta lifað sjálfstætt. það er einfaldleg markaðs-spursmál. framboð og vöntun. þetta verður að falla saman.
hinsvegar er ég hlyntur veiðum á hvali eingöngu vegna þess hversu mikið hann étur af fiskinum okkar(þeirra).
á meðan veiðunum stóð í fyrra, að þá var reglulega fjallað um veiðarnar eða einhverju tengdu því á bbc-word (94,3). allt saman á neikvæðum nótum. en ef fólk trúir öllu sem það les í vestrænum fjölmiðlum, að þá er illa komið fyrir okkur.
Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvalir borða ekki fisk. Hvalir éta svif. Reyndar eru til hvalir sem borða fisk, en þeir eru ekki ætir. Hinir hvalirnir, sem borða svif, eru reyndar ætir, en eru frekar vondir á bragðið, en samt betri en hvalirnir sem borða fisk.
Það er eins hægt að fá aðrar þjóðir til að samþykkja hvalveiðar eins og það er hægt að fá þær til að samþykkja mannaveiðar og mannát.
Þetta er bara staðreynd. Því miður. Allt annað er bara óskhyggja.
Elías Halldór Ágústsson, 1.6.2007 kl. 00:28
Elías:
Hvalir sem éta svif eru að éta frá fæðunni frá hinum hvölunum og reyndar öllum fiskum.
Allir hvalir eru ætir. Langreyður sýnu bestur.
Það mætti halda að þú hafir aldrei bragðað hvalkjöt.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 00:42
Ég hef borðað fleiri tugi kílóa af hvalkjöti, ef ekki hundruði. Ég lærði að elda með því að elda hvalkjöt.
Fólk sem talar um að tegundir éta frá hvorri annarri þarf aðeins að stansa og hugsa sig um. Eina tegundin sem er ofaukið í vistkerfi sjávarins er maðurinn. Ef maður skilur það ekki, þá hefur maður ekkert að gera með að ræða þessi mál.
Einnig ættu sjómenn að hætta að bulla um fiskveiðistjórnun, enda er allt þeirra hjal um þau mál bara óskhyggja.
Elías Halldór Ágústsson, 1.6.2007 kl. 02:12
Hrefnukjöt búið að liggja í mjólk í nokkra klukkutíma og snöggsteykt á pönnu er herramannsmatur. Ég hef ekkert á móti hvalveiðum og finnst það partur af okkar veiðimannasamfélagi. En við þurfum að velta fyrir okkur hamborgararössunum sem stjórna alheimssamfélagsálitinu. Er þessi barátta að veiða hvali þess virði? Ég hef ekki svarið og vildi helst segja: Keep on rocking in the free world en hann er sennilega ekki til. Svo er annað þegar kílóverðið á hvalspiki er orðið 2000 kr. þá er maður nú ekki lengur til í að styðja þannig innkaup.
Ævar Rafn Kjartansson, 2.6.2007 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.