9.6.2007 | 01:59
eftir daginn í dag kemur annar dagur
auðvitað eru bandaríkjamenn ekki að miða þessum tólum sínum að rússum. undarlegt að tala um varnarkerfi í sömu andrá og hann segir að eldflaugum verði ekki beint að rússum......skrýtinn útúrdúr.
bandaríkjamenn eru ekki heimskir þó mörgum finnist gjörðir þeirra í hinum og þessum málum óskiljanlegar (ég er í þeim hópi). allir sem vita eitthvað um stjórnmál í rússlandi vita að verið er að dæla gríðarlegum peningum í uppbyggingu rússneska hersins. það er búið að vera að dæla slíkum peningum í herinn, að það getur ekki farið framhjá bandaríkjamönnum og öðrum vestrænum löndum.
og þar sem pútin er ekki sama strengjabrúða vestrænna landa eins og jeltsín var, að þá hafa þeir áhyggjur. áhyggjurnar sem vestræn ríki hafa af vaxandi krafti rússa eru til jafns og áhyggjur þeirra af íran. en þeir geta einfaldlega ekki leikið þann leik sem þeir leika gegn íran, gegn landi eins og rússlandi. þarna eru bandaríkjamenn að flexa vöðvana til að minna á styrk sinn.
einnig hefur verið bent á áður að þetta varnarkerfi sé aðeins fyrsta skrefið í því að halda rússum niðri. ég hef trú á því að pútin líti þessi mál þannig. ef hann leifir bandaríkjamönnum að komast upp með þetta, að þá er hann aðeins að fresta uppgjöri sem mun auðveldara sé að klára strax í byrjun.
einnig liggur það fyrir að á næstu fimm til fimmtán árum verði olíu og gasi dælt upp úr barentshafi. rússar koma til með að vera með lang stærsta og öflugasta flotann á þessu svæði. bandaríkjamenn og kanadamenn líta þessar auðlyndir hýru auga. þar að segja að þær vilja kaupa afurðirnar sjóleiðis. rússar gætu alltént ákveðið að byggja leiðslu eitthvert annað og komið því á markað í kína ef bandaríkjamenn fara yfir strikið gegn rússum.
bandarísk spilling er á undanhaldi. í staðin fáum við stórsókn frá kína, tyrklandi, indlandi og fleirum fyrrum nýlendum Bandaríkjanna.
![]() |
Bush: Myndi fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.