15.6.2007 | 22:48
hugmyndasnauðir Bandaríkjamenn
eins göfugt og það er að þrýsta á stjórnvöld í Írak að ná fram sáttum í landinu, geta bandaríkjamenn ekki lengur sett fram slíka kröfu, nema að þeir skoði hausinn á sjálfum sér í leiðinni.
bandaríkjamenn eru svo fastir í stríðsleiknum "war on terror" að maður bíður aðeins eftir framhaldinu. bandaríkjamenn bera þann stóra kross á herðum sér að vera eina stórveldi heimsins í dag. og þeir eru í miðju hringiðjunnar í uppbyggingu íraks. þeir vita það mæta vel hversu stórir þeir eru, og hafa ákveðnar hugmyndir um uppbyggingu og lýðræði fyrir íbúa íraks. þessar hugmyndir eru ekkert ósvipaðar þeim hugyndum sem þeir vildu ná fram í íran áður en bylting var gerð þar. bandaríkjamenn halda virkilega í blindni sinni að þeir séu eina aflið innan íraks sem þörf sé á. þeir halda að ef þeir snúa sýnu kefli að þá snúist kefli íraka sjálfra.
það er einfaldlega ekki svoleiðis háttað í írak. það eru engin ný vísindi að almenningur í arabalöndum hefur enga löngun til að taka upp lýðræði bandaríkjanna og allt sem fylgir því. írakar og önnur araba lönd hafa til dæmis engan áhuga á slíkum fjármálamarkaði sem wall street tilheirir. þeir eru ekkert gefnir fyrir að örfáir menn eigi allar auðlyndir landsins. þeir sem virkilega halda því fram að hinn venjulegi íraki hafi virkilega áhuga á öfga-kapitalisma eins og er við lýði í bandaríkjunum, ættu að læra að horfa á málin frá augum araba en ekki vesturlanda búa. þetta er allt annar menningarheimur, allt önnur viðhorf til lífsins. auðvitað getur verið að í framtíðinni verðir arabaríkin mun áhugasamari í kapitalisma. en þannig er það ekki í dag, og því er rangt að ætlast til að sameina þjóð eins og íraka með rökum sem eru þeim ekki kær.
arabalöndin vita líka að í kjölfari kapitalisma vesturlanda, að þa fylgir áfengisdrykkja, eiturlyfjanotkun, öfgafull stéttaskipting (er við lýði á íslandi líka). þetta eru hlutir sem írakar t.d. vilja sleppa við. þetta tekur bara svo miklu lengri tíma en tvö kjörtímabil hjá bush að ná fram. að hagur almennings vænki án þess að meðtaka allt ruglið sem kemur í kjölfarið, samanber á vesturlöndum.
svo er það merkilegt hvað bandaríkjamenn halda um sjálfan sig í írak. þeir vilja ekki ræða við sýrlendinga né írani. þeir halda að þeir séu þeir einu sem ríkistjórn íraks þurfi að ræða við í sambandi við uppgyggingu landsins og losna við þessa stigamenn úr landinu sem eru að etja sunní og shia saman. vestrænir fjölmiðlar kalla þá al-qaeda. eins kjánalegt og það er nú.
almenningur í írak sem og stjórnmálamenn íraks líta á bandaríkjamenn sem hersetulið. einungis hersetulið. maliki stjórnin þarf á bandaríska hernum að halda til að ráða við hryðjuverkamennina í landinu. ef maliki stjórnin þyrfti ekki á hernum að halda, að þá væri hljóðið öðruvísi í honum. þá hefð hann ekkert með bandaríkjamenn að gera. sýrlendingar, íran, jordan og tyrkland hafa miklu meira að segja um málefni íraks. enda mun tengdari írak heldur en bandaríkjamenn nokkru sinni. þetta átta bandaríkjamenn sig ekki á.
ef ekki verður breiting á afstöðu bandaríkjanna í írak sem allra fyrst, að þá endar þetta allt í blóðugri borgarastyrjöld. svo blóðugri jafnvel að landið írak yrði aldrei til aftur. heldur kúrdistan í norðri, Bagdad landið fyrir miðju landsins byggt að mestu sunní, og basra landið í suðri byggt shia múslimum.
Gates kominn til Bagdad til að þrýsta á Maliki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.