24.1.2008 | 00:11
á Gaza býr fólk eins og við
það er með ólýkindum að ennþá séu til fólk sem telur að sona refsiaðgerðir virki. það hefur sínt sig í gegnum söguna að sona refsi aðgerðir bitna á fólkinu sjálfu, ekki valdhöfum. þvert á móti eykur þetta hróður manna sem vinna í anda hamas og fleiri islamista.
hvernig væri nú að þjóðir heims myndu nú virkilega aðstoða við innvið samfélaganna sem þau ætla sér að hjálpa. hætta þessum hellvítis skyndilausnum og gera eitthvað til að fólkið eigi möguleika á almennilegu lífi. þetta þarf að gera þó svo að stjórnvöld heiti hamas. um leið og fólkinu fer að líða betur og hafa eitthvað milli handanna að þá hætta þessi islamista samtök að skipta máli í huga fólksins. ef enginn óvinur er til, slokknar fljótt á kveikiþræði samtaka á borð við hamas. en vandamálið er kannski að þetta tekur lengra en eitt kjörtímabil forseta bandaríkjanna, og þó hann nái endurkjöri, nær hann ekki heldur að leiða það mál til lykta. þetta er mál sem tekur lágmark 50 ár að verða stöðugt.
svo náttúrulega koma menn eins vitlausir og menn Bush yngri eru, og segjast vilja klára málið á ári. hvað getur maður sagt annað í svörum við slíka menn, en....hvernær hættirðu í þessu djobbi þínu vinur......
350.000 Palestínumenn flýja Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað telur þú að eigi að gera? Á að leggja Ísraels-ríki niður og yrði heimurinn eitthvað betri þá??? Ónefndur maður sem er titlaður forseti Írans dregur helförina gegn gyðingum í efa, einnig telur hann að þurrka eigi Ísraels-ríki af yfirborði Jarðar með manni og mús. Ertu sammála þessum mannfávita??
Ps. Vandaðu rithátt þinn. Í upphafsorðs hverrar setningar er með stórum stað, ekki litlum eins og þú gerir. Einnig eru Bandaríkin með stórum staf. Svona ritháttur rýrir trúverðugleika þess sem þú hefur fram að færa með skrifum þínum.
Benjamín Jósefsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:16
Ókey, við drögum ekki helförina í efa. Dregur þú gettóin í Pólandi í efa? Leystu þau eitthvað? Jú þau gáfu Nasistum tíma til að byggja útrýmingarbúðir. Eru Síonistar að byggja útrýmingarbúðir? Þeir eru allavega að undirbúa "litla kjarnorkuárás" á Íran. Er einhver munur.
Rúnar Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.