24.5.2008 | 21:24
Ísland er ekki fjölskylduvænt land....!
og hefur aldrei verið það miðað við hin norðurlöndin.
hérna á íslandi er þér refsað fyrir að vera í sambandi.....já refsað, peningalega....nokkur dæmi:
1) barnabætur: sem hjón eða sambúðarfólk fær fólk í kringum þjrú þúsund á þriggja mánað fresti. sem einstæð móðir færð þú nálægt 100.000 á þriggja mánaða fresti. hverjum munar ekki um þessa peninga miðað hvernig þjóðfélagið er í dag.
2) leikskólapláss kostaði fyrir tveimur árum 28.000 á barn fyrir sambúðarfólk, en 14.000 fyrir einstæða móður. reindar held ég að sé einhverjar breitingar þarna síðustu árin, en samt hefur þetta verið sona í mörg, mörg ár.
svo er það eitthvað meira, man þetta ekki í augnablikinu. það er ekkert að því að hafa þessar greiðslur fyrir einstæðar mæður, en kerfið má ekki vera þannig að það hvetji fólk til að skrá sig einstætt frekar heldur en í sambúð.
í svíðjóð er þessu öðruvísi farið fram. þar eru góðar barnabætur fyrir bæði einstæðar mæður og sambúðarfólk, í raun þær sömu. síðan ef einstæð móðir þarf meira til að komast í gegnum mánuðinn, að þá er henni gert mjög auðvelt að sækja um skoðun félagsmálastofnana, sem meta hvert atvik fyrir sig.
í danmörku færðu skatta afslátt fyrir nánast allt sem þú ert að borga, t.d. íbúð, bíl og fleira sem venjulegt fólk kaupir er það fer af stað með fjölskyldu.
en svo eru það plebbar eins og pétur blö og aðrir sjálfstæðismenn sem skilja ekki upp í neinu af hverju fólk getur ekki lifað af 150.000 krónum, þegar þessir plebbar geti léttilega lifað af þeirri milljón sem þeir fá á mánuði.....og eiga jafnvel afgang :/ og við kjósum þessi fífl á þing ár eftir ár. hvað segir það um okkur sjálf.....???
Lögin: Refsað fyrir að vera góðir foreldrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einu sinni fyrir langa langa löngu lofaði framsóknarflokkurinn skattkorti fyrir börn. Auðvitað sveik hann það!
En segið mér hvers vegna þarf endilega að hjálpa foreldrum meira bara ef þau hætta að búa saman? Kannski er hægt væri hægt að hjálpa mörgum án þess að þeir þurfi að skilja. Þetta er svolítið eins og að verðlauna fólk fyrir að skilja. Fullt af fólki sér enga leið aðra en að skilja, allavega á pappírum.
ha ha (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.