19.9.2009 | 09:30
geta vesturlönd aldrei haldið sér saman
það sem Ahmadinejads vill og þarf til að geta tryggt sig betur í embætti:
1) að vesturveldin séu að mótmæla því sem hann segir. almenningur í Íran treystir skrattanum betur heldur en bandarískum stjórnvöldum. því er mun auðveldara fyrir hann að safna fólki á bakvið sig þegar vesturlöndin eru að skammast yfir einhverjum ummælum hans.
2) að Íran sé sem einangraðast. það er staðreind að eftir því sem óvinsæl stjórnvöld/einræði er meðal annarra þjóða, því mun einfaldara er fyrir þau stjórnvöld að snúa þeirri gagnrýni á stjórnvöld yfir í gagnrýni á landið sjálft.
3) fyrir utan það að írana bráðvantar þessa kjarnorku til raforku fyrir heimilin og fyrirtæki landsins. þá er betra fyrir þessa ríkistjórn Írans að það séu að minnsta kosti deilur um hana. íranir vilja beisla þessa kjarnorku fyrir rafmagnsorku hvað sem það kostar. þessi stjórnvöld vilja gera þetta með því að storka vesturveldunum til þess að skapa einangrunar andrúmsloft. því klerka stéttin og Ahmadinejads stjórnin er veik heima fyrir þessa dagana.
það mundi gera andstæðingum klerka stéttarinnar mun auðveldara fyrir ef vestræn stjórnvöld myndu hætta að gagnrýna stjórnvöld fyrir eitthvað svo ómerkilega athugasemd sem gefin er á samkomu harðlýnuafla í Teheran. þetta gerir "aðeins" Ahmadinejads auðveldara fyrir að safna fólki á bak við sig. svo sýnir sagan.
Fordæma Íransforseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú alveg rétt athugað hjá þér en það er með frjálsa fjölmiðlun að það er hægt að framkalla ósjálfráð viðbrögð með því réttu áreiti. Svona svipað og þegar slegið er á hnésinina þá réttist fóturinn. Móðgun við Helförina er svona áreiti. Móðgun við Múhameð sennilega að þróast í sömu átt. Diplómatíið vinnur eftir mjög fyrirfram ákveðnu prógrammi.
Gísli Ingvarsson, 19.9.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.