Bandaríkin úræðalaus í Bagdad

það sem almenningur í Bagdad og öllu Írak hugsar fyrst og fremst um í dag, er öryggi sitt og sinna fjölskyldna.  í dag er lífshættulegt að skreppa út í næstu kjörbúð að versla það nauðsynlegasta í matinn, eða þá að senda krakkana sína í skólann.  það er einfaldlega jafn miklar líkur á því að fólk látist eða komi heilt heim til baka ef það þarf að fara út úr híbýlum sínum.  þetta ástand er búið að vera sona síðan herra Bush lýsti því yfir að stríðið í Írak væri afstaðið, nokkrum mánuðum eftir innrás hersins.

annað sem liggur almenningi í Írak hvað næst hjarta, er orkuleysið í landinu.  heimili eru sum hver ekki með rafmagn svo dögum skiptir.  Bandaríkjamenn hafa ekki getað veitt Íröskum almenningi tvær af megin stoðum lífsins, sem Saddam gat auðveldlega boðið.  atvinnuleysi er mikið á vissum svæðum í Írak.

þegar þessa hluti vantar í innvið samfélags eins og Írak sem hefur mátt þola einhliða innrás bandaíkja hers og þess breska, er ekki hægt að búast við öðru heldur en hryðjuverkahópar sanki að sér fólki sem hefur ekkert milli handanna, jafnvel búið að missa fjölskyldumeðlim eða fjölskyldumeðlimi.  ög öll þessi spilling og mistök sem virðast hrannast upp dag eftir dag.  þetta fólk getur ekki með sinni samvisku tekið undir þann áróður Bandaríkjanna að lífið sé mun auðveldara heldur en þegar Saddam stjórnaði.

hver mistök sem við lesum um og hver sprengjuárás sem við lesum um dregur lausn vandans um sirka ár, hvert skiptið.  það er ekki hægt að ætla að Írak fari að finna fyrir lífskjörum sem jafnast á við þau sem þau höfðu undir Saddam fyrr en eftir fimmtán ár, kannski tuttugu ár.

skyldi koma til byltingar fyrir þann tíma.  ég yrði ekkert undrandi.....


mbl.is Tuttugu og fjórir létust í bílsprengju í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er hægt að leisa deilu Israel og Palestínu?

það er möguleiki á því að leisa deilu ísraels og palestínu.  það er alltaf möguleiki.  en sá möguleiki fer alltaf lengra og lengra í burtu.  til að hægt sé að finna lausn á þessum vanda, verða allir aðilar í þessum leik að hlusta á hvern annan, skylirðislaust.

bandaríkjamenn þurfa að sýna einhvern vilja í verki til að miðla málum.  beita pressu á ísraela eins og þeir gera við arabaþjóðirnar.  það þýðir ekki hundsa lögmæta ríkistjórn palestínu þó svo að hamas séu ekkert annað en hryðjuverkahópur.  það er til pólitískur armur hamas, og það er sá armur sem var kosinn í kostningum.

en palestínumenn verða einnig að hugsa sinn gang.  þeri verða að sýna vilja sinn í verki að láta byssurnar síga og vinna að uppbyggingu innviðar palestínu.  þar hafa bandaríkin og evrópusambandið svo miklu hlutverki að gegna, hlutverki sem þeir hafa fallið og fallið í.  eins og á að gera í afganistan, að dæla peningum í efnahaginn og innvið landsins, að þá þurfu Palestínumenn á slíkum stuðningi líka að halda.  koma hjólunum af stað, svo þeir sjálfir getið haldið þeim gangandi.

þetta snýst að einhverju leiti um að nýtt blóð komi í stjórnmál beggja landanna, ísrael og palestínu.  ungt fólk sem vill virkililega ná sáttum, sama hvað það kostar.  það gerist ekki að sjálfum sér.  til þess þarf að koma utanaðkomandi hjálp.  hjálp sem hefur það að markmiði að koma hjólum friðarsinnaðs palestínumannsins af stað.

einnig þarf að endurnýja þetta síonista veldi í ísrael.  þar þarf alveg eins nýtt blóð í forysturöð þeirra sem vill friðmælast við palestínumenn og önnur lönd í kring. 

öll lönd í kringum Ísrael, ásamt ísrael sjálfu þurfa að hittast á miðri leið.  allir þurfa að gefa eftir.  allir þurfa að slíðra sverðin.  bandaríkjamenn og evrópusambandið þarf að koma að þessu ferli án skilirða.  ekki sem eitthvert yfirvald sem skipar fyrir.  heldur sem aðili sem leggur til ýmis mál og hlustar á rök annarra.  aðeins þannig er hægt að snúa við þeirri þróun frá sex daga stríðinu.

fyrir hvern mánuð sem Bush er við völd í bandaríkjunum.  færist lausn deilunnar afturábak um eitt ár.  þannig hefur þetta verið eftir að Carter hætti sem forseti Bandaríkjanna.

Bandaríkjamönnum er slétt sama um arabaþjóðirnar.  þær eru ekki eins valdamiklar þar í landi og síonistar.

fyrsta skref í ísrael er að leisa upp þetta síonista dæmi þar.  herskáir flokkar palestínumanna og annarra þjóða tala alltaf um sionista, ekki gyðinga.  ætli það segi ekki valdamönnum heims ekki neitt.  vita þeir nokkuð hvað er að gerast í heiminum.  ég held ekki, því miður.  og kannski það versta við það allt saman.  að þeim er alveg nákvæmlega sama.


mbl.is Haniyeh segir Hamas stefna á sigur eða píslarvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútin gerir Rússum gott

pútin þarf ekki að mæta í viðtöl til vestrænna fréttamiðla nema honum þóknist það sjálfur.  þar hefu hann stuðning almennings í rússlandi.  sem er komin með upp í háls af fréttaflutningi um þá fáránlegu umfjallanir að pútin standi fyrir morðum á fólki hér og þar í heiminum.

enda er hann ekk það heimskur að láta myrða fólk sem enginn veit um í hinum vestræna heimi, vitandi, að það eitt myndi vekja athygli á því fólki á vesturlöndum.

pútin er kominn furðulega langt með sína byltingu í efnahagsmálum rússlands, og er á hraðri leið með að gera lífið fyrir hinn almenna borgara rússlands bærilegt.  eitthvað sem jeltsín á hvað einna helstan heiður að hafa rústað efnahaginum meðan vesturveldin horfðu á glottandi. 

en til að byltingar geti gengið upp, að þá þarf byltingin að éta sín börn.  það gerist um leið og pútin víkur frá völdum.

þá fer að styttast í að hlutir sem eðlilegt er að gagnrýna hann fyrir, s.s. fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi fari í eðlielgan farveg með tímanum.  einnig sem efnahagurinn fer hægt út í að verða settur í einkageirann.  en það sem öllu máli skiptir, að það gerist á hraða Rússlands, ekki usa eða eu eða kína.

ps.   ef þið skoðið myndina af pútin með kaffibollan.  ef þið skoðið löngutaung á hægri hendi hans þar sem hann heldur á kaffibollanum.  er maðurinn ekki bara að gefa skít í vesturlönd.  hvað finnst ykkur.....???


Pútin að gera vel fyrir Rússa

Pútin er að bjarga hinum almenna Rússa út úr einni svakalegustu fátækt sem Rússland hefur mátt þola gegnum síðustu aldir.  það var enginn annar en Boris Jeltsín sem steypti Rússlandi út í kapitalískan markaðsbúskap án þess að búa til leikreglur fyrst.  síðan var hann allan sinn feril sem forseti rússlands að reina að bjarga því sem eftir var að þjóðarauðnum sem hann gaf Boris Beresosky frjálasar hendur með að dreifa á hendur fárra vina handa.  þetta var að sjálfsögðu gert með velvild Bush eldri, Clinton og John Major. enda hlakkaði mikið í þeim að fá vesturlanda-sinna til að dreifa olíu og gasi til evrópu. 

þess vegna var hörmuleg sjón og vanvirðing við rússneskan almennning að sjá þessa menn væla eins og smábörn á jarðaför Jeltsíns.  skömm fyrir okkur vesturlandabúa að hafa látið þetta viðgangast.

Pútin er að koma þjóðarauði landsins í hendur manna sem hafa hagsmuni rússlands í fyrirúmi.  þeir eru ekki endilega lausir við spillingu.  en allavega er núna hugsað um efnahag rússlands, þó svo að sama spilling sé í gangi og á tímum jeltsín.

pútin er það vinsæll í rússlandi að hann þarf ekki að fara í þau viðtöl sem eru honum mótlæg.  hann þarf þess ekki vegna þess að almenningur í rússlandi er búinn að glata öllu trausti á vestræna fréttamiðla.  þeir trúa ekki þessum sígildu upphlaupum í blöðum vesturlanda að Pútin sé ábyrgur fyrir morðum á hinum og þessum mönnum á erlendri grund.  enda er það fáránlegt að drepa einhverja menn eða konur sem ekkert er vitað um á vesturlöndum, til þess eins að draga þau fram í sjónarsviðið. 

en svo má aftur á móti gagnrýna pútin fyrir óheðarleg vinnubrögð í sambandi við fjölmiðla og tjáningar frelsi.  en ég hef fulla trú að næsti forseti geti unnið í þeim málum þegar ró er komin í efnahagsmál rússlands.

bylting sem pútin er búinn að standa í sitt síðara kjörtímabil í efnahagsmálum rússlands á eftir að skila sér.  hlutirnir í ríki eins og rússlandi geta aldrei gerst hratt.  dæmi: kommúnisminn 1917, og kapitalisminn 1990.

það sem skiptir öllu máli er að "byltingin éti börnin sín".  byltingin étur pútin um leið og hann fer frá völdum 2008.  síðari tíma menn í rússlandi eiga eftir að líta upp til hans ef hann fer frá völdum á eðlilegan hátt.


mbl.is Pútín afboðar viðtal vegna mynda frá Tétsníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

enn eitt dæmi um haukana í washinton

það er verið að gera lítið úr Carter vegna gagnrýni hans á stefnu Bush.

það var einmitt Carter, sem rak Bush eldri úr stjórastöðunni hjá CIA er hann varð forseti.

en hversu trúverðug eru mótmæli Carters, samanborin við það að hann og hans aðstoðarmenn sáu byltinguna í Íran ekki koma þó svo að hún æpti á þá fyrir framan nefið á þeim.

menn vitkast með aldrinum segja sumir.  Carter var jafnslæmur og aðrir sem eru forsetar hverju sinni.

en Carter hefur unnið sér inn gott orð eftir forseta tíð sína, og er vel að því kominn.  hefur gert margt gott síðustu tuttugu ár eða svo.

en hann var aldrei neitt annað heldur en samskonar forseti og aðrir forsetar bandaríkjanna eru og verða alla tíð.


mbl.is Hvíta Húsið: Carter skiptir ekki lengur máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hrokafullir Bandaríkjamenn

þetta er einfaldlega eitt gott dæmi um hroka bandaríkjanna.

það er þessi afstaða þeirra sem hefur leitt þá út í svokallað "hatur á bandaríkjunum"

ekki láta kínverja svona er þeir eru í afríku að ná betri og betri samningum við stjórnvöld þar.  þeir koma hreint til dyranna.

enda ekki langt þangað til kínverjar fara að að taka sess bandaríkjanna þar og í mið austurlöndum.  það kemur að því eftir nokkur ár.


mbl.is Forstjóri Alþjóðabankans áfram Bandaríkjamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ástæðan fyrir að ég kaus ekki

þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég kaus ekki.

að samfylkingin og sjálfstæðisflokkurinn færu í eina sæng.....greyin þau sem kusu samfylkinguna, ég finn til með ykkur.  í dag skiptir voðalega litlu máli hvað maður kýs, þetta endar allt á sama hátt.

og til ykkar sem kjósa sjálfstæðisflokkin af því að hann er uppáhaldsflokkurinn ykkar, eins og K.R. er uppáhalds fótboltafélagið ykkar.  er þetta það sem þið viljið...........????


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

umburðalyndi

umburðalyndi þarf alltaf að vera í fyrirúmi gagnvart múslimum og öðrum trúarbrögðum.

enda flestir sem stunda önnur trúarbrögð en kristni, taka þau mun alvarlega heldur en vesturlandabúar.  það verður að koma þessu inn í hausinn á fólki á vesturlöndum, svo hægt sé að fyrirbyggja atvik eins og teikningar af múhameð í dönsku bagblaði í fyrra.

við vesturlanda búar erum ekki svo vitlaus að við þurfum að gera þetta.  hver er hinn raunverulegi tilgangur......enginn.....jú kannski til að sýna að við eru betri en þeir, eða hvað við virðum tjáningarfrelsið mikils.

þetta er allt rasista svör.  sýnum "umburðarlyndi".  við erum sigurvegarar í þessum heimi, sýnum minnimáttar umburðarlyndi.


mbl.is Litla hafmeyjan færð í klæði múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkland verður áfram veraldlegt land

auðvitað verður Tyrkland veraldlegt land áfram.  þó svo að ein ríkistjórn sem hafi einhverjar rætur til íslamista sé við völd.  lönd breitast ekki í einum vetfangi í öfgasinnað múslima ríki.  ég trúi því ekki að einhver sé svo vitlaus að halda það.  tyrkland hefur verið veraldlegt land frá lokum fyrri heimstyrjaldarinnar.  í dag þarf önnur fimmtíu ár til að fara með landið til baka.  sona hlutir gerast ekki á einu bretti.  ekki nema til komi bylting.  þá geta hlutirnir gerst hratt.  en öfugt við íran árið 1979 að þá hefur veraldlegt tyrkland stuðning hersins.  þannig hefur það verið frá lokum fyrri heimstyrjaldarinnar.

þeir eru í minnihluta þeir sem vilja fara út í islamista stjórnmál í tyrklandi, kannski 10%, jafnvel kannski 15%.

en afhverju komst þá þessi flokkur til valda???      jú, vegna þess að fólk hefur sennilega viljað breitingar.  alveg eins og samfylkingin reindi að standa fyrir í kostningunum hér heima.  nema í tyrklandi hefur það tekist.  það er ekki þar með sagt að fólk vilji islamista stjórnmál.  það vildi á sínum tíma aðeins breitingu.  enda fátækt ennþá mikil í tyrklandi, sér í lagi úti á landsbyggðinni.

tengsl flokks erdagon við islamista er jafnmikil og jafnvitlaus og tengsl milli vinstri grænna og kommúnista.....spáið í þetta.

enda lætur stjórn erdagon ekki eins vel að stjórn og fyrirrennari hennar.  kannski er það að spila eitthvað inní hvernig málin eru að þróast þarna.  að bandaríkjamenn og evrópusambandið séu ekki allt of hrifið að því hversu illa erdagon lætur af stjórn.  það yrði þá ekki fyrsta skiptið, og ekki það síðasta heldur.


mbl.is Tugþúsundir mótmæla í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

til fjölmiðla vesturlanda

hvaða máli skiptir það fyrir fréttir af átökum í múslima löndum að öfgasinnaðar hersveitir séu tengdar nafni al-qaeda?????  það væri frábært ef einhver ritstjóri eða ábyrgðarmaður fjölmiðla í landinu gerði grein fyrir því á vitsmunalegan hátt, hverju það breitti. 

öll átök í mið austurlöndum hafa ekkert með al-qaeda að gera.  eða þá osama bin laden, þessi gaur og samtök hans eru svo einangruð að hálfa væri nóg.  það eina sem gæti hugsanlega tengt öfgasinnaða sunní herdeildir við osama bin laden og al-qaeda, er það að þeir líta á hann sem fyrirmynd sína.  alveg eins og bandaríski

 stjórnmálamenn dást að Rosavelt á sínum tíma.

osama bin laden og al-qaeda samtök hans eru aðeins tákn baráttu öfgasinnaðra bókstafstrúarmanna við vesturveldin.  fólk lýtur upp til hans, mest megnis vegna ást Bandaríkjanna á að hata hann og kenna honum um hitt og þetta, t.d. 9/11.

það eina sem heldur osama bin laden í hugum fólks, er það að ekki má springa sprengja í mið austurlöndum án þess að búið sé að kenna al-qaeda um það strax.  vestrænir fjölmiðlar skrá bin laden fyrir öllu.

ef þið fjölmiðlar mynduð sleppa því að nefna bin laden á nafn í hverri einustu grein ykkar um mið austurlönd, að þá mundi nafn hans gleymast.  það er ekki eins og ef bin laden deyji að eitthvað myndi breytast.  það yrði áfram sömu sprengingar og áður.  þið fjölmiðlar eruð búnir að gera grílu úr manninum.  grílu sem öfgamenn vilja líkjast.

en ætli fjölmiðlar vesturlanda fengju ekki skammir í hattin frá ríkistjórnum usa og bretlands og fleirri ef þið hættuð að nefna al-qaeda á nafni.  þið færuð í skammakrókin. 


mbl.is 37 látnir í bardögum í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband