áróðurin heldur áfram...kjánalegri sem aldrei áður.

ég hef ekki vitað fyrr að leiniþjónustur hafi verið svona duglegar að gefa upp upplýsingar af óvinum ríkisins.  sérstaklega hefur lengi þurft geigvænlega þolinmæði til að draga eitthvað upp úr CIA.

svo er það nátturulega hinn vinkillin á þessari frétt.  al-Qaeda er ekki þessi aðal óvinur Bandaríkjanna.  heldur eru það hryðjuverkahóparnir sem dveljast í Afganistan og í Pakistan sem eru hinir virkilegu óvinir Bandaríkjana.  svo að við gleymum ekki Afgönsku Talibönunum og öllum þeim flokkum sem berjast gegn hersetu landsins.  al-Qaeda er hinsvegar innblástur allra þessa hryðjuverkahópa.  hér á árum áður dreyfði al-Qaeda fé í þessa hryðjuverkahópa.  en síðustu árin hafa þeir ekki gert annað en veitt innblástur til annarra hryðjuverkahópa.  taka skal fram að al-Qaeda eða bin laden höfðu aldrei vitneskju um ein né nein hryðjuverk, þrátt fyrir að hafa hvatt til þeirra almennt og fjármagnað hina og þessa hryðjuverkahópa.

al-Qaeda var upphaflega blásið út í fjölmiðlum vestanhafs eftir sendiráðssprengingarnar í afríku á tíunda áratuginum.  ástæðan fyrir því eru þeir erfiðleikar við að dæma og eltast við hina ýmsu hryðjuverkahópa sem skipta þúsundum út um allan hinn fátæka heim.  ef allir hryðjuverkamenn eru tengdir beint eða óbeint við eitt risavaxið hryðjuverkanafn (al-Qaeda), þá er mun einfaldara að ráðast gegn þeim áður en þeir gera eitthvað af sér.  með því einfaldlega að tengja þá við al-Qaeda.  því USA var þegar búið að ásaka al-Qaeda um sendiráðssprengingarnar á tíunda áratugnum.  svo eftir 9/11 var svo hægt að hefja stríð gegn öllum hryðjuverkahópum heimsins, þar sem allur sauðheimskur almúgin hélt sig vita hver helsti óvinur bandaríkjanna væri.  svo þegar djásn al-Qaeda er tekið úr umferð, verða bandaríkin að vinna hörðum höndum að því að viðhalda trú okkar almúgans að svokölluðu réttlæti hafi verið fullnægt.

hér að neðan er tengill á FBI heimasíðuna þar sem ásakanir gegn bin Laden eru útlistaðar.  takið eftir því að hvergi er minnst á árásirnar á tvíburaturnana.

http://www.fbi.gov/wanted/wanted_terrorists/usama-bin-laden

ein góð lífsregla.  ekki lesa fréttir sem hinn heilaga sannleik.  til þess eru fjölmiðlar ekki hugsaðir fyrir.  þeir eru hugsaðir sem tæki til að stjórna því "hvernig" við meðtökum upplýsingar.


mbl.is Náðu mikilvægum gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitt og sama aflið, undir mörgum mismunandi nöfnum og andlitum, þessir hópar. Og það er þannig með flest. Þú getur dregið flesta hópa mannkynsins saman í mun færri, og færð þá raunverulegu hópanna sem stríða um að hafa áhrif um framvindu þróunnar og örlaga mannkynsins. Þetta er ekki eins flókið og það lítur út. Þessir hópar eru flestir mun nátengdari hver öðrum heldur en,...fyrst þú nefndir það CIA og FBI. Skilin þarna á milli eru þynnri. Það hvort þér tekst að læra akkurat hversu hóparnir eru í raun fáir mun hafa úrslitaáhrif á það hvort þér tekst að verða fullorðinn maður eða ekki. Flestum tekst það aldrei. Þú mátt samt reyna. En ég skal gefa þér eina vísbendingu um hvað þú þarft að gera til þess. Snúðu öllum ályktunum þínum á hvolf. Efastu um allt sem þú sérð. Gefðu því sénsinn að hlutirnir séu í reynd stundum betri, en ekki verri, en þeir sýnast, og sumt sé flókið eða fari leynt, afþví það sé gott, og af góðum ástæðum. Ef þér tekst þetta verðurðu kannski einni þeirra örfáu sem fer að fatta þetta. Og aðeins ef svo verður geturðu gert neitt gagn. Gangi þér vel litli kall.

Reality (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 04:10

2 identicon

Þannig að Al Quaeda versus hinir = bull. Þetta er eitt afl. Og nær langt út fyrir þessa hryðjuverkahópa. Og þú finnur stuðningsmenn þessara kvikinda sem dæla í þá fé víðar en hjá öfgatrúarmúslimum, og víðar en hjá múslimum. Það er ekki allt sem sýnist hér í heiminum. Og góðu kallarnir vita það og þurfa að haga seglum eftir vindi. Við munum sigra þessa menn, undir öllum þeirra nöfnum, hvar sem þeir leynast, og hvað sem þeir kalla sig. Það var ákveðið endur fyrir löngu og við höfum verið hérna lengur en þeir.

Reality (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 04:12

3 Smámynd: el-Toro

herra Reality, 

það eina sem ég get gert er að benda/biðja þig að lesa þér til um al-Qaeda.  ef þú ætlar þér ekki að gera það.  þá verðum við bara að láta okkur hafa það.  góðar stundir.

el-Toro, 8.5.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband