FRÁBÆR MYND...!

ekki það að ég eigi von á því að einhver eigi eftir að lesa þetta.  en þá var ég að koma af frumsýningu þessarra myndar í þessum skrifuðum orðum.  og þvílíkt meistarastykki.

frábær mynd í alla staði.  enda gerð eftir bókinni the Feather men eftir Farnulph Fiennes.  en útgáfa þessara bókar gerði hernum og SAS mikla skráveifu í augum almennings.

myndin heldur tempóinu meiriháttar allan tíman, sem gerir hana skemmtilega fyrir augað og hasarhjartaðið í manni.  leikurinn er framúrskarandi enda valin maður í hverju rúmi.  kvikmyndatakan er sérstaklega merkileg þar sem um frumraun leikstjórans er að ræða.  hann á örugglega magnaða framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spilunum.  og svo má ekki gleyma manninum sem kom þessu öllu af stað.  það að hann er íslendingur hefur ekkert með álit mitt á myndinni að gera.  því ef einhver annar getur gert það sama og Sigurjón hefur afrekað með þessari mynd.  þá á sá hinn sami skilið jafnmikið hrós.  MYND ÁRSINS 2011...!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ég á einfaldlega ekki til nægilega sterk lýsingarorð sem lýsa gæðum þessarra myndar.  slíkar myndir sem þessi, eru því miður einfaldleg allt of sjaldgæfar í húsum kvikmyndanna.  og fyrir nörd eins og mig sem hef meiri þekkingu á innihaldi myndarinnar en venjulegur maður, þá get ég einfaldlega ekki annað en þakkað fyrir mig í eins mikilli auðmýkt og mér er unnt að gefa.  loksins er gaman að fara í bíó.

svona til gamans, þá má nefna það að atriðið í myndinni þar sem ein af bráðum Danny deyr í umferðarslysi, hefur verið lýst af mönnum tengdum málefnum leiniþjónustna bretlands sem samskonar aðgerð eins og "EF" Díönu prinsessu hefði verið sínt banatilræði þegar hún lést í Frakklandi.  "EN ALLT UM DAUÐA DÍÖNU PRINSESSU ER MJÖG SVO Á HULDU SÖKUM LEYNDARINNAR SEM HVÍLIR YFIR ATBURÐARRÁSINNI OG EYÐILEGGINGU SANNANA". 

ef einhver veit um stað sem selur the feathermen á íslandi, þá endilega látið mig vita.


mbl.is Sigurjón Sighvatsson búinn að velja frumsýningarfötin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband