Bandaríkjamenn "af öllum" að vakna til lífsins

þrátt fyrir að vera langt á eftir flestum löndum í evrópu.  þá er það jákvætt að einhver dugur er í einhverjum bandaríkjamönnum til að mótmæla þeirri spillingu sem viðgengst í bandarískum stjórnmálum, bankaveröldinni í wall street og einkageiranum með alla byssubrandana og olíufurstana í broddi fylkingar.

hvað gera bandaríkin þegar mótmæli verða í landinu þeirra....þeir reka það á flótta eða handtaka það.  hvað gerði líbíu stjórn þegar mótmælin hófust þar.  þeir reyndu að handtaka það og splundra hópamyndunum eins og hafa myndast í bandaríkjunum.

þrátt fyrir að um fámennan hóp sé að ræða í bandaríkjunum sem kís að kvelja tíu prósentin sem lifa af 90% auðæva bandaríkjanna....þá var sá hópur í líbíu sem stóð að fyrstu óeirðunum svipaður að fjölda (ef við mínusum þá islamista sem bandaríkjastjórn hafði vopnvætt í gegnum saudi arabíu)

hver er munurinn:  jú þar sem stórveldið/in eru kaupendur af verðmætustu vöru í heimi (olíu) og litla líbía er litli kaupmaðurinn á horninu sem á gríðarlegar byrgðir og seldi EU 55% af olíuþörf EU.  en var hægt að fá betri díl....samkvæmt frétt sem birtist t.d. í mbl.is þá fá frakkar einkaleifi 1/3 á olíuvinslu í landinu fyrir að hjálpa uppreysnarmönnunum í ALGJÖRU ANDSTÖÐU VIÐ ÁLYKTANIR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA...SEM ER Í RAUN EKKERT ANNAÐ EN GLÆPUR (en það sleppur, þar sem við þurfum ekki að fara að alþjóðalögum...bara þriðji heimurinn...oftast!).  sem sagt uppreysnarmennirnir seldu 1/3 af auðlynd lands síns (ÆTTI ÍSLAND AÐ SELJA 1/3 AF FISKIKVÓTANUM TIL AÐ BJARGA SÉR ÚR KREPPUNNI....ÚPS...VIÐ ERUM AÐ SEMJA UM 100% EN EKKI 33%).  auk þess sem þeir báðu um að landið yrði sprengt í tætlur...svo miklar tætlur að rúm 80% af landstekjunum eru horfnar í dag.  landið fer úr því að verða ríkasta og velmegunasta land afríku (og þó lengra væri leitað.  Líbía hafði stærra hagkerfi en Russland áður en Nato sprengdi allt í tætlur) niður í fátækari hluta afríku.  en vonandi samt verður ekki langt þar til fólkið þarna getur lifað eðlilegu lífi aftur.  uppreysnarmennirnir segja það taka tíu ár að ná sömu hæðum aftur (sem tók 6 mánuði að eyðileggja), en ef stuðningsmenn Gaddafi ætla ekki að gefast upp og ég tala nú ekki um ef þeim verður refsað eins og uppreysnarmennirnir hafa myrt og limlest þeldökkt fólk í tug þúsundatali, þá gætu þessi tíu ár verið ansi löng að líða.  jafnvel tuttugu eða þrjátíu ár.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband