10.11.2008 | 20:54
hvernig vinnur IMF....!!!
það er fyrir löngu orðið ljóst hvernig IMF og aðrar vestrænar stofnanir vinna. þessar stofnanir koma inn í löndin með ákveðið fé. oftast (í afríku allavega) eru lánin það há að landið getur aldrei greitt þessar upphæðir til baka. svo þegar ákveðin tími líður að þá fara þessar stofnanir að gera kröfur á að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu, þar að segja ef löndin hafa einhverjar auðlyndir sem gætu komið stórveldunum til góða. löndin sem höfðu tekið lán hjá þessum stofnunum geta ekki annað en sagt já amen, þar sem IMF og félagar segjast bakka út úr löndunum með sitt fjármagn ef landið verði ekki opnað að hætti kapitalismans sem bandaríkin viðurkenna. stórfyrirtæki um gjörvöll vesturlönd berjast svo innbyrgðis til að komast yfir þessar auðlyndir. í sumum tilfellum lætur IMF og aðrar stofnanir sér nægja, ef löndin lofa að selja afurðir sínar ódýrt til bandaríkjanna, bretlands og annarra stórvelda. þannig ná stjórnmálamenn landanna að halda skútunni á floti, því ef IMF og aðrar stofnanir hætta stuðningi sínum og krefjast endurgreiðslu lánanna strax, er landið orðið gjaldþrota á augabragði.
svona hefur IMF og allt þetta battery sem heitir hinum og þessum skamstöfum unnið í Afríku, suður ameríku, mið ameríku og asíu undanfarna áratugi. af hverju í ósköpunum ætli fólki í afríku sé illa við stjórnvöld evrópuríkja og bandaríkjanna. þetta segir sig sjálft.
en hvernig tengist þetta íslandi. jú við eigum fiskimiðin sem auðlyndir. það að hleipa stofnun eins og IMF inn í landið, og ég er að tala um hvaða land sem er, flýtir aðeins fyrir því að löndin missi yfirráð yfir auðlyndum sínum, og að þau verði á endanum tekin inn í evrópusambandið með góðu eða illu.
nú ætla ég ekki að meta kosti og ókosti þessarra stofnunnar, en endanlegt markmið slíkra stofnanna eins og evrópusambandsins er að þjappa saman völdunum í fámenna klíku (eins og bandaríkin eru í dag) svo hægt sé að stjórna efnahaginum í öllum heiminum. því færri einingar, þeim mun auðveldara er að semja sín á milli. þess vegna gegnur svona illa með hnattvæðingu viðskiptalífsins (global bissness).
hvað er málið með stjórnarskránna hjá evrópusambandinu. best henni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu af nokkrum ríkjum, að þá ákváðu þeir að redda sér með því að þjösna þessu í gegnum þingið í staðin.
við verðum komin í evrópusambandið eftir 15-20 ár með enga stjórn á fiskveiðunum. og flotinn verður eftir 20 ár orðin 70 % í eigu erlendra fyrirtækja (innan evrópusambandsins). sjáið til..... mark my words.
Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
...já...og ekki nóg með það heldur gætu þeir sett upp verksmiðjur útum allt hér í paradís, með "ódýru vinnuafli" og flott orku! Ég er löngu komin með nóg af efnissukki, og langar helst í lítið kot uppí sveit. Ég er svo lánsöm að hafa ekki átt fé til að tapa, engin lán og litlar skuldir. En ég vil frekar vera fátæk heldur en að vera undir oki EU eða IMF....bjó nógu lengi í evrópu til að sjá í gegnum þann pakka
anna (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.