Ekki gera vesturlöndin svona....

....eitthvað er ég nú hræddur að einhver myndi hlæja ef Rússunum tekst (veit reyndar ekki hvort þetta sé satt einusinni) að semja við deilendur og tryggja að NATO hundarnir verði ekki leistir enn einu sinni úr búrinu sínu.

hvað segir þetta okkur um vesturlöndin sem hafa gríðarleg áhrif á þessum svæði, bæði í Lebanon, Ísrael (að sjálfsögðu) og Jórdaníu.  og meira að segja er gamla valdaklíkan frá tímum föður hans í Sýrlandi sem Assad jr. virðist ekki getað hamið, sem enn ætti að hafa sómasamlegan vilja til að semja sig út úr þessum vandræðum....þeir hanga ekki öðruvísi á völdunum nema að hlutirnir róist í landinu.

vandin við þessi augljósu áhöld Bandaríkjanna sérstaklega, til að koma á friði í landinu.  er að Bandaríkin vill ekki frið í Sýrlandi.  þeir vilja, eins og í Líbíu, fá stjórnvöld sem þeir geta tuskað til að vild. 

hér að neðan er grein um ein af þessum "GÓÐGERÐARSTOFNUNUM" Bandaríkjanna sem eiga að kenna löndum að verða lýðræðisleg....eins og Bandaríkin og vesturlöndin.  áhugaverðar upplýsingar í þessari grein....t.d. að starfsmenn hennar eru í um 70 löndum í heiminum í dag að kenna okkar lýðræði og réttlæti.

http://en.wikipedia.org/wiki/International_Republican_Institute

veit ekki hvort það kemur einhverjum á óvart að einn af forkólfum þessa hóps, hefur verið kyrrsettur í Egyptalandi af yfirvöldum þar.....er það tilviljun?????

hér er greinin á BBC um kyrrsetningu þessa hóps:  http://www.bbc.co.uk/news/world-africa-16745723

ertu einhverju nær?


mbl.is Sýrlensk stjórnvöld fallast á viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Bloggari er greinilega einn þeirra sem er alvarlega sjúkur af hatri á USA og kennir þeim um allt sem aflaga fer í heiminum. USA er langt frá því að vera einhver englasamkoma eða bjargvættur en arabalöndin hafa hingað til verið fullfær um að níðast á sínu eigin fólki án hjálpar USA eða annarra óviðkomandi landa heims. Harðstjórn, skipulögð morð og pyntingar eru hluti af daglegu stjórnarfari í arabalöndunum eins og mörgum öðrum löndum heims og er algjörlega óviðkomandi Kína, Japan, USA, Bretlandi eða hverjum öðrum löndum. Og Rússar eru svo einstaklega lagnir við að styðja alltaf við harðlínustjórnir svona rétt eins og USA styður og verndar morðingjana í Ísrael. Svo einfalt er það.

corvus corax, 31.1.2012 kl. 08:50

2 Smámynd: el-Toro

herra corvus corax:   sjúkur er sá sem bendir í blindni!

"...arabalöndin hafa hingað til verið fullfær um að níðast á sínu eigin fólki án hjálpar USA eða annarra óviðkomandi landa heims".

corvus corax, hvar í færslunni hér að ofan er ég að bendla Bandaríkin eða önnur ríki um að aðstoða stjórnvöld í Damaskus við að níðast á íbúum Sýrlands???   

stundum er betra að lesa aftur yfir hlutina.  þá er oft sem gjá myndast á milli tilfinninga lesandans og þess sem í raun stendur í textanum. 

"...Harðstjórn, skipulögð morð og pyntingar eru hluti af daglegu stjórnarfari í arabalöndunum eins og mörgum öðrum löndum heims og er algjörlega óviðkomandi Kína, Japan, USA, Bretlandi eða hverjum öðrum löndum..."

af því þú kemur inn á þennan púnkt...(sem ég gerði ekki í færslunni hér að ofan)... þá er þetta alveg satt.  ég hef ekki reynt að heimfæra ofbeldi sem ríkistjórnir þessara landa hafa beitt þegnum sínum yfir á Bandaríkin eða nein önnur lönd.  ég hef hinsvegar oftar en ekki reynt að greina ofbeldið, ástæður, áhrif og fleira í þeim dúr.

svo er það sem hefðbundnir fjölmiðlar (mainstream fjölmiðlar/vestrænir fjölmiðlar) tala lítið sem ekkert um.  en það er hvernig leyniþjónustur vesturlanda nýta sér pyntingar og níðingar þessarra landa, í þágu upplýsingaöflunar.  á vesturlöndum má nefnilega ekki pynta fólk sem haldið er í fangelsum.  undantekningar á því er waterboilng í USA og Guantanamo búðirnar.  leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands (aðalega) fara með fanga til landa sem pyntingar viðgangast til yfirheirslu.  þetta hefur viðgengist fyrir 9/11 og þetta blessaða war on terror.

Rússland styður hagsmuni sína á sama hátt og Bandaríkin styðja sína hagsmuni.  svona er pólitíkin hjá stórveldunum.  en Rússar mega eiga það að þeir eru búnir að vera duglegir að öskra á þau ósköp sem framin voru í Líbíu, verði ekki framin í Sýrlandi (burt séð frá hvert álit fólks á Gaddafi var).  en svo til að fegra ekki Rússana of mikið.  að þá hafa fróðir menn bent á ástæður þess að Rússum sé illa við hvernig vesturveldin haga sínum málum gagnvart einvöldum í mið-austurlöndum.  að rússar óttist það að óróinn færist yfir til þeirra.  vafalaust er sannleikskorn í öllum þeim pælingum líka.

og að lokum.  þá er ég þeirrar skoðunnar að mainstream fjölmiðlar vesturlandanna mati ofan í okkur fréttir.  í raun er ég meira en á þeirri skoðun.  en þökk sé internetinu, þá getur fólk veitt að sér upplýsingum hvaðan af úr heiminum.  eins og stendur hér að ofan, þá einblíni ég á að miðla af þeirri vitneskju sem ég hef aflað mér í gegnum árin.  því eins auðvelt það er að afla sér vitneskju úr heiminum, þá les of margt fólkið vestrænu miðlana án þess að efast um réttmæti þeirra.  það er mín skoðun að vestrænir fjölmiðlar séu ekki uppspretta sannleiks, heldur málgagn sem passar upp á að miðla fréttum með ákveðnum hætti til fólks á vesturlöndum eða jafnvel ekki minnast á atburði ef því er að skipta.  kalla má þetta öllum þeim nöfnum sem menn vilja....

þannig að corvus corax.  þá hef ég í einhvern tíma, lagt inn athugasemdir hér og þar og skrifað blogg við fréttir hérna á mbl.is, í þeim tilgangi að benda á og viðhalda báðum hliðum mála sem þessi fréttavefur hefur ákveðið að fjalla um hverju sinni.  oftar en ekki þarf ég að benda á þátt Bandaríkjanna í ákveðnum málum sem ekki rata inn á ritstjórn mbl.is.  en ástæðan liggur sennilega í þeim vinnubrögðum sem viðgangast á mbl og öðrum miðlum.  þar sem fréttir eru týndar af trjám mainstream fjölmiðlanna í bandaríkjunum og bretlandi.  einnig þarf ég oft að halda uppi þeirri hlið mála sem snýr frá vesturlöndum.  því eins og þú ættir að vita, eru þær skorin við nögl í sjálfum fréttunum.

ertu einhverju nær?

el-Toro, 31.1.2012 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband